Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 33
SKÍRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
303
Til þess að stuðla að því, að mönnunum geti liðið vel, þarf að komast eft-
ir þeirra meinum, mannfélagsmeinunum, sem standa einstaklingnum fyr-
ir þrifum, svo þau geti orðið læknuð, og það er meðal annars skáldanna
og sálfræðinganna háleita ætlunarverk, að grafast eftir þeim. Vor tíð er
sárakönnunarinnar og lækninganna tíð í andlegu og líkamlegu tilliti.
Tímans heróp er líf persónunnar, ekki gloría um hina afdregnu hug-
mynd: þjóð. (s. 7)
Að mati Hannesar eiga bókmenntirnar því að gegna tilteknu sam-
félagslegu hlutverki, rétt eins og þær áttu að gera á upplýsingar-
öld, nema hvað nú er það ekki öðru framar fræðsluviðhorfið sem
býr að baki heldur einstaklingshyggja og hugsjónin um frelsi sér-
hvers manns undan hvers konar höftum. Hannes segir: „Það er
tímans krafa, að hver maðr geti orðið sem frjálsastr, mestr og
bestr, með því að nota sinn eiginn kraft, því að sú frægð, að til-
heyra fornkunnri þjóð, er létt fyrir svangan maga“ (s. 6).
Sama ár segir annar helsti boðberi raunsæisstefnunnar hér á
landi, Gestur Pálsson, í fyrirlestri sínum „Nýi skáldskapurinn":
Allur skáldskapur verður að vera í þjónustu einhverrar hugmyndar; allur
skáldskapur, hvað sem hann svo er kallaður, verður að vera innblásinn
og gagntekinn af idealismus, en vel að merkja þeim idealismus, sem ekki
fer út yfir mannlífið, því annars missir skáldskapurinn sína þýðingu.46
Þótt merking orðsins „mannlíf" sé æði óljós hjá Gesti er hann
vafalítið að mæla gegn skáldskap sem byggir um of á andagift og
ímyndunarafli, skáldið má ekki „gefa sig alveg á vald hugmynda-
fluginu, sleppa alveg lausum taumum við ímyndunaraflið og
missa þannig alveg sjónar á mannlífinu", eins og Gestur segir að
rómantíkerunum hætti til að gera (s. 74). Skáldskapurinn verður
að taka mið af raunveruleikanum að mati Gests enda telur „hin
realistiska stefna [...] að ekkert sé fagurt (: eigi sæti í list eða skáld-
skap) nema það sé satt (: komi fyrir í mannlífinu eða náttúr-
unni)“.47
Athyglisvert er að Gestur álítur það „ekki eðli rómantísku
skáldanna að skyggnast inn á við“ og segir að jafnvel í erfiljóðum
46 Gestur Pálsson, „Nýi skáldskapurinn", Ritsafn II. Kvœði, fyrirlestrar og blaða-
greinar (Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Reykjavík 1952, s. 75).
47 Gestur Pálsson, „Ur ávarpsorðum Suðra“, Ritsafn II (s. 120).