Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 31
SKÍRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
301
menn Magnúsar í viðhorfum sínum og skrifum hefur orðið
greinileg breyting á skynjun mannsins á sjálfum sér, höfundinum
og ekki síst tímanum.42
Höfundurinn er nú laus úr samfélagslegum og trúarlegum
viðjum. Sjálfinu er ekki lengur haldið í skefjum. Það skapar bæði
sig sjálft og umhverfi sitt en um leið kemur í ljós að það er afurð
ákveðinnar söguþróunar; það er frjálst en samt bundið.
Miðja skdldskaparins
Áherslan á tilfinningar, frumleika og ímyndunarafl höfundarins í
íslenskri skáldskaparfræði verður líkast til þyngst á nítjándu öld-
inni í hugmyndum Benedikts Gröndals (1826-1907) sem skrifaði
hvað mest allra íslendinga á þeirri öld um skáldskap og fagur-
fræði. I upphafi ritgerðar sinnar, „Nokkrar greinir um skáldskap
og fagrar menntir", skilgreinir Benedikt skáldskap með þessum
hætti: „sú grein andans, sem framkvæmir listasmíðið, heitir feg-
urðartilfinning. Það listasmíði, sem þannig er hreinsað og fegrað
af fegurðartilfinningunni, er skáldskapur".43 Skömmu síðar í rit-
gerðinni segir hann ennfremur: „allir listamenn [...] sem framleiða
sínar eigin hugsanir (Original) í skynjanlegri mynd, þeir eru
skáld“ (s. 65).
42 Minna má á að miklar breytingar urðu á útgáfumálum landsmanna eftir dauða
Magnúsar Stephensen. Árið sem Magnús lést (1833) var tekið að prenta rímur
sem aldrei fyrr í Viðey en á næstum fjörutíu ára veldistíma hans höfðu aðeins
tvennar rímur verið prentaðar. Þess var heldur ekki langt að bíða að útgáfa
veraldlegra rita ykist en henni sinnti Magnús nánast ekkert. Þýðing Jóns Þor-
lákssonar á kvæði Popes, Tilraun um manninn, er eina ritið með veraldlegum
skáldskap sem kom út á valdatíma Magnúsar enda var það kveðið í anda upp-
lýsingarinnar (sjá Böðvar Kvaran, Viðeyjarprent, Reykjavíkurborg gaf út,
Reykjavík 1995; sjá einnig eftir sama höfund, Auðlegð Islendinga. Brot úr sögu
íslemkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld, Hið ís-
lenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1995, einkum s. 111-98). Athyglisvert er að
þrátt fyrir að Magnús hafi verið einn ötulasti talsmaður nýrra strauma í skáld-
skaparfræðum á fyrri hluta nítjándu aldar var skrefið til afhelgunar hins prent-
aða orðs ekki stigið til fulls fyrr en eftir dauða hans (sbr. Loftur Guttormsson,
„Bókmenning á upplýsingaröld. Upplýsing í stríði við alþýðumenningu",
Gefið og þegið. Afmælisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum, Iðunn,
Reykjavík 1987, s. 247-89).
43 Benedikt Gröndal, Kvæði og Nokkrar greinir um skáldskap og fagrar menntir
(Egill Jónsson, Kaupmannahöfn 1853, s. 55).