Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 197
SKÍRNIR
UM FEGURÐINA
467
að í tilviki slíkra hluta og allra annarra almennt sé fegurðin hlut-
fallsleg samsvörun og samræmi. Samkvæmt þessu er ekkert ein-
falt fagurt, heldur hlýtur það sem er samsett eitt að vera fagurt.
Það er heildin sem verður fögur, en einstakir hlutar hljóta ekki
einkunnina „fagur“ í sjálfum sér, heldur leggja sitt af mörkum til
heildarinnar svo að hún sé fögur. En fyrst heildin er fögur hljóta
hlutar hennar líka að vera það. Fögur heild er vissulega ekki sam-
sett úr ljótum hlutum, heldur hlýtur fegurðin að ná til þeirra
allra. Fyrir þessum mönnum standa fagrir litir, jafnvel til dæmis
sólarljósið, utan fegurðarinnar, því þar sem þeir eru einfaldir
hljóta þeir ekki fegurðina af hlutfallslegri samsvörun. Og hvernig
getur gull verið fagurt? Og hvað gerir eldingu að nóttu eða
stjörnurnar fagrar á að líta? Á sama hátt verður hið einfalda gert
útlægt í tónlistinni, þó svo að þegar heildin er fögur sé sérhver
tónn það oft líka. Ennfremur, þegar sama hlutfallslega samsvör-
unin helst á andliti sem ýmist virðist fagurt eða ekki, hvernig
verður þá hjá því komist að ætla að hið fagra sé eitthvað umfram
samsvörunina og að samsvörunin sé fögur fyrir tilstilli einhvers
annars? En ef þessir menn færðu sig yfir á lífshætti og fagurt mál
og nefndu enn samsvörunina sem orsök, hvað gæti samsvörun
merkt í fögrum lífsháttum, lögum, námi eða vísindum? Hvernig
ættu vísindaniðurstöður að samsvara hver annarri hlutfallslega?
Sé það vegna þess að þær eru samhljóða, þá er líka til sammæli og
samhljóða álit hins illa. „Hófstilling er einfeldni" er samhljóða og
samradda setningunni „réttlæti er hjartagæska einfeldningsins";* * * 4
þær koma heim hver við aðra. Nú er sérhver dygð fegurð sálar og
það er sannari fegurð en sú sem hingað til hefur verið til umræðu.
En hvernig er samræmi í henni? Vissulega ekki eins og stærðir og
tölur eru sammælanlegar. Sálin skiptist að vísu í ólíka hluta, en
hvert er hlutfall samsetningarinnar eða blöndunar í sálinni eða
vísindaniðurstöðunum? Og hver verður fegurð hugans eins og
sér [samkvæmt þessum kenningum] ?
greina fegurð eingöngu út frá þessu, sbr. Cicero, Samrædur í Tuscullum IV.
31: „Visst hæfilegt form hlutanna ásamt vissum ljúfleika litarins er sagt að sé
sjálf líkamsfegurðin." Sbr. einnig Ágústínus, Um ríki Guðs XXII, 19.
4 Platon, Ríkið 560 D og 348 C-D. Sbr. Gorgías 491 E.