Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 133
SKÍRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
403
að þeim niðurstöðum að afar mörg örnefni sem talin hafa verið kennd
við menn dragi í raun nöfn af öðru svo sem náttúrufari, landkostum eða
búskaparháttum. Ætlun hans er, að upprunalegar nafnmyndir hafi breyst
í máli manna, oftast með því að skotið er inn miðlið og þannig á sig
komin kalla örnefnin fram mannanöfn sem aftur kalla á sögur sér til
skýringar. (s. 452)
Eg hef áreiðanlega aldrei tekið eftir þessu einkennilega ferli ör-
nefna, og það er trúa mín að margfalt oftar skapi sögur örnefni en
örnefni sögur.
Mikið hef eg hugleitt hinar svokölluðu örnefnasögur, sem eiga
að hafa leikið svo stórt hlutverk í íslenskri sögu og sagnaritun. Eg
hef heyrt nefnd mörg örnefni, bæði nær og fjær, en um sagnir
tengdar þeim veit eg furðu fátt, nema þá vitneskju, sem ævinlega
hlýtur að felast í nafninu sjálfu. Að minnsta kosti man eg lítið í
þessa átt. Eg þekki alls ekkert til þeirra vinnubragða að telja sig
geta „lesið“ alla skapaða hluti út úr örnefnum. Slíkt heyrðist
aldrei nefnt og eiginlega skil eg það ekki.
Eg tek til dæmis að á mínum heimaslóðum heita meðal annars
Efri Sigurðarbrekka, Neðri Sigurðarbrekka, Brandstóft og Ás-
mundarhöll. Aldrei hef eg, og líklega enginn kunnugur hér, efast
um, að þessir staðir, og margir aðrir slíkir, séu kenndir við menn,
sem á einhvern hátt hafi komist í tengsl við þessa tilgreindu bletti.
En saga þeirra manna er löngu gleymd og enginn veit hvernig
þessu hefur verið háttað, nema hvað sagt var að Brandstóft hefði
verið verbúð og kennd við eiganda sinn einhvern tíma fyrrum. En
um þann mann vissi enginn neitt, það var bara grasigróin tóftin,
sem geymdi nafn hans.
I sveitinni minni, Tjörnesi, eru fimm bæir, sem greinilega eru
kenndir við menn, og tveir þeirra, Máná og Héðinshöfði, við
menn, sem sagt er frá í Landndmu. Aðrir bæir sveitarinnar heita
einhverskonar „náttúrunöfnum". Einn bærinn heitir Isólfsstaðir,
en í Ljósvetninga sögu segir: „Maðr hét Isólfr ok bjó norðr á
Tjprnesi".2 Oft hef eg hugleitt, hvort þarna kunni að vera sam-
band á milli. Þetta er í sömu sveitinni, og Isólfur er ekki algengt
2 Ljósvetninga saga með þáttum, Reykdcela saga ok Víga-Skútu, Hreiðars þáttr.
Björn Sigfússon gaf út. Islenzk fomrit X. Reykjavík 1940, s. 63.