Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 158

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 158
Sálmversið Nú legg ég augun aftur tengir dauðann við svefninn, nánar til tekið það að leggjast til svefns með blessun og bænarorð foreldra á vör. Náð og miskunn góðs og almáttugs guðs er kölluð yfir hvílu barnsins og þar með er móðir og bam umvafin helgi og heilagri nærveru sem skírskotar til þeirrar heimvonar í ríki Guðs sem allir kristnir menn eiga hlutdeild í. Englar Guðs vaka yfir barninu sofandi. Þegar sálmurinn er valinn við útfarir ummyndast svefninn í dauðann, en í þeirri ummyndun fylgir það trúnaðartaust og helgi sem bænin hefur skapað umhverfis hvíluna. Hvíla barnsins umbreytist í kistuna og yfir öllu vaka englar Guðs sem hugga og styrkja þá í sorginni er eftir lifa. Yfir og allt um kring eru orð og tákn sem minna á nærveru Jesú, bróðurins besta sem vakir yfir baminu sem besti bróðir, sem þjáðist með öllum og dó fyrir mennina og reis upp fyrir alla menn til dýrðar ríkis Guðs. Þriðji vinsælasti sálmurinn er Ó þá náð að eiga Jesú eftir bandaríska skáldið Joseph Scriven (1820-1886) í þýðingu Matthíasar Jochumssonar og hefur hann verið í sálamabókunum frá 1886. Þessi sálmur er ýmist notaður sem barnasáhnur eða við jarðarfarir. Hann fjallar eins nafnið bendir til um þá náð og hamingju sem í því er fólgin að eiga Jesú að sem bróður og vin í sorg og neyð. Allir geta svikið mann á endanum en ekki Jesús sem opnar leið að fyrirgefandi kærleiksfaðmi Guðs. Samantekt og niðurstöður Barnatrúin á rætur sínar að rekja til bæna með börnum á heimilum og hún er uppspretta huggunar og styrks á erfiðum stundum. Þessi hefð, sem lík- lega á sér rætur í húslestrum og bænum á sveitaheimilum fyrr á öldum virð- ist ekki vera í rénum hvað svo sem líður nútímalegum uppeldisháttum og útivinnu mæðra. Þessi hefð tengir bamatrúna, sem í mörgum tilfellum er eins konar einkatrú, við kristna hefð og boðun kirkjunnar. Bænirnar tengj- ast sálmahefðinni og þar með hefur skapast snertiflötur milli frummótunar í trúarlegum efnum og boðunar kirkjunnar og það hefur ekki svo lítið að segja um það samband og þær væntingar sem fólk almennt hefur til kirkj- unnar. Þar með opnast stórum hópi fólks leið til að samsamast kirkjunni og þekkja sálft sig í boðun hennar. Hins vegar hefur fjölbreyttni og sérhæfing ásamt aðgreiningu kirkju frá öðrum stofnunum samfélagsins fjarlægt fólk frá kirkjunni og boðun hennar. Fólk á almennt erfitt með að staðsetja guð- strú sína í heimi vísindalegrar þekkingar og tækniframfara, en hún lifir áfram í tilfinningalífinu á sinn þögla og ósýnilega hátt. Gegn þessu vinnur bama og unglingastarf kirkjunnar enda má segja að um 40 % landsmanna játi kristna trú og eigi persónulega trú á góðan guð sem það getur snúið sér til í bænum sínum. Hin svokallaða einkatrú hefur hjá fæstum þróast upp í 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.