Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 19

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 19
,Kalda stríðið unda því hún þekki ekki íslenskar aðstæður.21 Saga hreindýraveiða á Reykjanesskaga er e.t.v. ekki mörgum kunn, þótt merk sé. Hreindýr voru flutt á Reykjanes frá Finnmörku árið 1777, döfnuðu þar og fjölg- uðu sér framan af, en dóu loks út á þriðja áratug þessarar aldar. Þetta kemur fram í Hreindýr á íslandi 1771-1960 eftir Ólaf Þorvaldsson. Ólafur rekur útrýminguna til tveggja meginorsaka: annarsvegar til röskunar á afkomumöguleikum vegna offjölgunar karldýra á kostnað kvendýra, en hinsvegar til ofveiði. Lýsing Kristjönu á viðureign Óla og tarfsins fýlgir nánast orðrétt frásögn Ólafs af veiðiferðum Guð- mundar Hannessonar frá Isólfsskála í Grindavík, sem hún nefnir til sögunnar. Þegar Eddu er ljóst að hún hefur hæft bæði Óla og tarfinn virðist henni eitt augnablik Óli líkjast tarfi og verður hugsað til Isólfsskála-Guðmundar, Íslands-Magnúsar og Marardals-Helga sem allir höfðu einhverntíma hæft tvo tarfa í einu og sama skoti (36). Þrátt fyrir augljósa og áberandi tímaskekkju grundvallast sagan því í skráðum raunsönnum atvikum í íslenskri sögu. Eins og sögupartur eftir David Arnason um íslandsför Richards Angantyrs kallar smásaga Kristjönu á táknrænan lestur. Með fangels- un Eddu gefur Kristjana reyndar til kynna hvernig sagan skuli lesin, því sú sögusýn sem kemur fram hjá henni og David er grunduð í þeirri áherslubreytingu í málsögulegri og sögulegri túlkun sem Fredric Jameson tekur til íhugunar í The Prison-House of Language og telur koma fyrst fram sem heildstæða kenningu hjá Ferdinand de Saussure.22 Með því að riðla tíma- og orsakasamhengi en kalla í stað- inn fram hugmyndafræðileg tengsl gerir Kristjana tímaskekkjuna í frásögninni að merkingarbæru aðalatriði. Nafnið Edda vísar í forna arfleifð kvennamenningar (formóðir, langamma), skáldskap (óður), og innblástur (æði), eins og Helga Kress gerir skil í Máttugum meyj- um.23 Helga bendir jafnframt á að innan karlveldis sé rödd menn- ingar og sagnaarfs kvenna, bæði munnlegs og ritaðs, víkjandi og því „þögguð“, en í bókinni sýnir hún áhrif þöggunar í íslenskum fom- 21 Tímarit Máls og menningar 44.1 (1983): 65-79. Helgu fannst ritinu í flestu áfátt: frágangi, vali á höfundum og efni - einkum rýrum hlut samtíma kven- höfunda - og hún sýnir dæmi um hroðvirkni í þýðingunum. Kristjana „er fyrst og fremst kanadískur rithöfundur", segir Helga (68), „og ber sagan með sér að höfundur er nokkuð ókunnugur íslenskum staðháttum. Raunar stendur þessi saga of fjarri íslenskum veruleika til þess að hún gæti birst á íslensku fyrir íslenska lesendur, sem flestir vita að hreindýraveiðar fara ekki fram á jólaföstu og allra síst á Reykjanesinu. Þar við bætist að hún er ekki með öllu laus við þá framandlegu mynd sem margir útlendingar gera sér af íslandi og því frumstæða lífi sem þar muni vera lifað. Sagan er langt frá því að vera á nokkurn hátt dæmigerð fyrir það sem verið er að skrifa á íslandi í dag, og er vandséð hvaða erindi hún á í þetta rit“ (67). 22 The Prison-House of Language (Princeton, N.J: Princeton University Press, 1972). 23 Máttugar meyjar. íslensk fornbókmenntasaga (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993) 23. ýfión d MsyAiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.