Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 25

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 25
Á mörkunum bið ég ykkur að muna sérstaklega eftir orðunum landamærahaf og borðstokkur og setningunni „hvarf Hvínu var svo afdrifaríkt að engu var líkara en hurð hefði smollið aftur í heilanum á henni“ (skáletrun er mín)). En aftur að sögunni. Telpan er í bíl föður síns og kynntar eru til sögu tvær konur. I fyrsta lagi barnfóstran, Nancy, sem leggur hart að sér við að kenna henni ensku og í öðru lagi Sína, gömul íslensk kona sem hefur búið í Kanada í fjölda ára og þau eru einmitt í bílnum á leiðinni í heimsókn til hennar. Við skulum grípa niður í söguna aft- ur. Þegar hér er komið hefur Nancy árangurslaust reynt að kenna telpunni réttan framburð á orðinu reidíó: Þú hlýtur að geta sagt það. Reidíó. Telpan hlustaði vandlega. Hún opnaði munninn, teygði hann í réttar áttir. Teygði hann lengra og lengra af því Nancy fylgdist vel með. Nancy hafði augun límd við munninn á henni, rýndi upp í hana, framhjá tönnunum, niður í kok. Nancy fylgdist með hljóðinu alveg neðan úr maga. Reidíó, reidíó, reidíó, söng í höfðinu á telp- unni. í hundraðasta sinn ætlaði hún að reyna. Ætlaði að segja það rétt. Til þess að losna við Nancy. Radíó. Það kom svona út úr henni. Hún heyrði það sjálf. Hún hafði ekki hugsað það svona. Það var tungan sem sagði ra . . eða maginn. Hún gerði þetta ekki. Hljóðið skrapp út sjálfkrafa án þess hún vissi eins og þegar kemur allt í einu út úr manni hiksti eða hósti. Um leið og Nancy opnaði munninn til að leiðrétta hana gerðist annað, mjög óvænt. Hönd telpunnar skaust harkalega fram og sló Nancy bylmingshögg utanundir. Telpan heyrði smella í löðrungn- um, hún sá höndina slá en það var eins og höndin væri ekki lengur föst við hana. Höndin var laus. Telpan hafði ekki einu sinni vitað af því að höndin ætlaði að slá. Hún ákvað það ekki. Höndin hafði gert það sjálf. Höndin og tungan og maginn. Telpan uppgötvaði að hún var í pörtum sem allir höguðu sér að vild (bls. 53-54). Hér þarf kannski ekki að hafa mörg orð. Telpan bregst ósjálfrátt við þeirri þvingun sem hún er beitt - hún slær frá sér þegar hún er orð- in þreytt á því tungutaki sem Nancy er að reyna að ná á henni (eða af henni). (Munið þetta: tunguna, höndina og magann sem haga sér sjálfstætt, og munið löðrunginn.) En tungan hagar sér ekki sjálfstætt að eilífu og tungan er tamin og gamla tungan er bæld og gleymd og hin nýja tekur yfir: „Endalok radíótímabilsins var höndin sem sló. Smellur í kinnhesti er eins og smellurinn í landamærahliði innflytjandans; þegar það smellur í lás er fortíðin horfin, lagður er af hinn gamli klæðnaður og tekinn upp nýr (bls. 55).“ Snúum okkur þá að Sínu gömlu. Hún er íslenskur innflytjandi í Kanada, hefur búið þar í fjölda ára og býr í útjaðri bæjarins. Það er við fási, á ÆaguJá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.