Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 29
Á mörkunum
og sagðar af sögur. Telpan þráir Hvínu en óttast Sínu. Hún dáir pabba
sinn og vill geðjast honum og læra nýjar reglur og standa sig. En
maður verst ekki þeirri hugsun að þetta sé telpan sem síðar varð rit-
höfundurinn Svava Jakobsdóttir sem fluttist til baka til Islands 10 ára
gömul, nær ótalandi á íslenska tungu og nálgaðist síðan þá tungu út
frá allt öðru sjónarhorni en aðrir rithöfundar - því hún hafði lært að
vara sig á orðum.
Allt snýst þetta því um tungumál og þýðingar á einn eða annan
máta. En nú ætla ég að fara örfáum orðum um þá „konkret“ umræðu
um bókmenntaþýðingar sem maður sér þegar maður les bækur um
það efni. Eins og allir sem lesa þýðingarfræði (og þá á ég bæði við
fræðilega umfjöllum um þýðingar og greinargerðir þýðenda sjálfra
um iðju sína) þá fór ég fljótlega að taka eftir ákveðnu mynstri. Það
var myndmálið sem notað var til að ræða bókmenntir og þýðingar. í
fljótu bragði mætti álykta að algengasta myndmálið tengdist landa-
mærum, mörkum, brúm (að byggja brú milli mála o.s.frv.) og slíkt
myndmál er vissulega algengt. En einn líkingaheimur (ef svo má að
orði komast) er þó algengari en þessi. Hann tengist reyndar landa-
mærum og mörkum, það eru landamæri kynferðis. Þetta er mjög
athyglisvert þegar maður fer að taka eftir þessum síendurteknu lík-
ingum. I örstuttu máli er þetta þannig að frumtextinn er karlkyns
(stundum faðir en þó oftast fremur eiginmaður) sem þýðingin sprett-
ur frá eins og Eva af rifi Adams. Þýðing er kvenkyns, hún er alger-
lega háð frumtextanum, reiðir sig á hann í einu og öllu, er ekkert án
hans. Frumtextinn er hinn skapandi texti, þýðingin í mesta lagi
endursköpun eða eftirhermun. Svo snýst þetta allt um trúnað. Það að
vera trúr frumtextanum er markmiðið sem þýðingin á að þjóna. Eins
og dyggðug eiginkona má þýðingin alls ekki halda fram hjá frumtext-
anum. Og eins og sagt er um konur, þá er þeim fögru víst hættara við
framhjáhaldi. Þetta er alþekkt vandamál í þýðingum; fegurð textans
verður oft til á kostnað fulls trúnaðar. Eins og konur verður þýðing
að vera annað hvort trú frumtexta eða þá mjög fögur (þá er kannski
hægt að fyrirgefa henni). Þetta kynjamyndmál getur tekið á sig alls
konar bráðskemmtilegar myndir sem ekki er hægt að ræða allar hér.
En snúum okkur í lokin aftur að sögunni „Fyrnist yfir allt“. Hvern-
ig tengist þetta henni? Ég sagði í upphafi að góð skáld væru innblás-
in djúpum skilningi sem þeim tækist oft á ótrúlegan hátt að miðla í
textum sínum. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að sjötti og
síðasti hluti sögu Svövu fjallar einmitt um kynjamörk. Landamæri
kynjanna. Nokkurs konar eftirmáli við söguna af litlu telpunni sem
fór milli landamæra, milli tungumála, milli heima. í þessum síðasta
hluta er tekið stökk í tíma, telpan er orðin kona, hún er í London þar
sem hún hefur vetursetu. Hún er stödd í veitingaskála á lestarstöð
neðanjarðarlestarinnar (jaðar);
HVAT? TALATHU ISLENZKU?
27