Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 34

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 34
Garðar Baldvinsson sama tíma segir hún ferðasögu sína með orðum sem eru einmitt full ílát, þegar fyllt þeirri merkingu sem menning „hennar“, menning íslands, saga beggja þessara menninga, ferðabókmenntir og aðrar bókmenntir hafa þegar ausið í og síað í gegnum þessar ferðatöskur. Með öðrum orðum birtist flókin staða hennar, átök veruleika og þrár, e.t.v. í því að þótt öllu sé hellt úr ferðatöskunum eru þær sjálfar alltaf eftir og vafamál að merkimiðarnir séu horfnir. Hvíti Inúítinn í grein sinni „The White Inuit Speaks“ notar Diana Brydon myndmál sem hún sækir í texta Kristjönu og mynd hans af íslendingum (1995, bls. 136).4 Sú mynd er mjög athyglisverð og tengir íslendinga og Inúíta með því að kalla þá fyrrnefndu „hvíta Inúíta". Raunar vekur þessi ítrekaða mynd ýmsar spurningar, bæði varðandi stöðu Islend- inga í vestrænni menningu og ekki síður um stöðu Inúíta bæði á íslandi og annars staðar á Vesturlöndum. Ein áleitnasta spurningin lýtur að sjálfu orðavalinu, þ.e. að textinn skuli nota orðið „Inúíti“ en ekki það orð sem lengst af hefur verið notað í íslensku einsog í ensku, þ.e. „eskimói“. A þeim tíma sem sagan gerist, á sjötta og sjö- unda áratugnum, þekktist varla orðið „Inúíti" í íslensku máli og mætti hér geta þess að í Sögu-Atlas frá 1995 notar Haraldur Ólafsson mannfræðingur athugasemdalaust orðið „eskimói". Athyglisverðast við þessa orðanotkun er að textinn gefur margsinnis til kynna að nafngiftin (Inúíti) sé niðrandi. A ferð hennar um Danmörku er sögu- konunni t.d. strítt á því að hún sé „hvítur Inúíti". Þessi tvíbendni ásamt skáldskaparfræði nafngiftarinnar, sem nefnd var hér áðan og tengir saman ferð og tungu, gerir það nauðsynlegt að skoða ofurlítið sögu þessa orðs og merkingu þess í textanum. Orðið „eskimói" er komið úr máli Algonquin-indíána sem notuðu það til að lýsa hópi frumbyggja og merkir þar „sá sem étur hrátt kjöt“. Hjá þeim er það lýsandi en vestræn menning, þ.e. evrópskir land- könnuðir og landvinningamenn í Ameríku, tóku það upp og gerðu að hnjóðsyrði. A íslensku hefur það stundum verið þýtt sem „skræl- ingi“. Nafngiftin er þannig beint tengd sjálfsveru og miðlægni evr- ópskra hefðarkarla og sýnir vel þá tignarröð sem fólki er skipað í. „Eskimóar“ nota hins vegar annað orð um sig og sína, en í goðsögum þeirra má finna tignarröðina á hvolfi ef svo má segja, því samkvæmt einni goðsögn þeirra eru evrópskir menn í flokki með hundum og kallast þá „Kablunets“ sem þýðir villimaður, en sjálfa sig kalla þeir „Inúíta“ sem þýðir „maður“. í þessum ólíku nafngiftum birtast 4 Brydon virðist skilja texta Kristjönu svo að þar sé í raun og veru fjaliað um Inúíta því hún segir um tilurð titilsins: „Hugmyndin að titlinum spratt af því hvernig Inúítinn birtist formálalaust í [...] The Prowler eftir Kristjönu Gunnar [svo].“ A frummáli: „My title is inspired by the coincidental appearance of the Inuit in [...] Kristjana Gunnar’s [svo] The Prowler." fán d Jföapáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.