Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 52
William D. Valgardson
Maðurinn sem alltaf vantaði salernispappír
Þegar Einar, móðurbróðir minn, rak sig á heimsku eða óréttlæti sem
voru ofvaxin hans skilningi, reið hann hvítu hryssunni sinni lengst
norðaustur á landareign sína. Þar, í eikarlundi, með aðra höndina í
faxi hestsins og hina um vískíflöskuna, hélt hann fyrirlestur yfir guði.
Þrátt fyrir eða kannski vegna þess að hann var ókvæntur bauð
hann okkur alltaf heim á sunnudögum eftir messu. Mamma kom
með hádegismatinn í körfu. Einar eldaði kvöldmatinn.
Sunnudagarnir voru með hefðbundnu sniði. Þegar við komum
vorum við þötruð í sparifötunum okkar, lyktandi af mölkúlum og
dyggðugu líferni. Einar rétti föður mínum heimabruggaðan bjór. Og
það var alltaf kanna af epladrykk handa okkur krökkunum. Móðir
mín var veil í maga og handa henni bjó hann til rósate í postulíns-
katli. í eldhússkápnum var samsafn af könnum sem hann hafði
fengið á bensínstöðvum eða í pósti, með áletrunum eins og fimmtíu
og fjórar gráður norður eða Campbells súpur. Þó hafði hann keypt
fínan bolla og undirskál hjá Eatons. Það var í þessu fína, brothætta
postulíni sem hann bar móður minni litlausan næstum gagnsæjan
vökva með hunangstári.
Hann átti heima á gamaldags sveitabæ á tveim hæðum, þetta var
hátt hús með bröttu þaki. A því voru tvennar forstofudyr, hvorar yfir
öðrum. Neðri dyrnar voru á jarðhæð, en þær efri beint yfir þeim og
lágu frá svefnherbergi hans. Það var enginn stigi eða svalir við þenn-
an efri inngang, aðeins sléttur viðarveggur og dyr sem opnuðust út í
bláinn. Þegar mamma var spurð um þetta, sagði hún að þetta væru
dyr hans að himninum og þegar Einar dæi færi hann út um þær og í
hendur guðs. Einar sagði að þær væru þarna vegna þess að þegar
smiðurinn í sveitinni hefði verið ráðinn til að byggja tveggja hæða
hús hefði hann notað sömu teikninguna að báðum hæðunum og
hefði ekki verið nógu gáfaður til að sleppa dyrunum.
Á nýja baðherberginu hans Einars með hvítum flísum og glans-
andi postulíni (hann lét fyrstur manna í sveitinni leggja vatnslagnir
innanhúss) var salernispappírinn oft búinn. Þegar mamma nefndi
þetta ofurlítið þreytulega, sagði Einar að rúllan hefði verið að klárast
og hann ætlaði að kaupa meira næst þegar hann færi í kaupfélagið.
Hann var sparsamur - sumir sögðu nískur - og auk þess að rækta
grænmeti sem hann súrsaði og fylla kartöflugeymsluna af káli, gul-
rótum og kartöflum, reyndi hann að spara eftir fremsta megni. Auk
vinnufata átti hann ein jakkaföt og eina hvíta skyrtu og að því er ég
veit tók hann sér aldrei frí. Af því að hann hafði haldið til á sléttun-
um í ungdæmi sínu var hann líka róttækur í stjórnmálum.
50
TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997