Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 74

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 74
David Arnason vélbyssunum sínum og á fáeinum mínútum drápu þeir sexhundruð- áttatíuogfjóra Nýfundnalendinga. Hringir harmsins sem víkka út frá þessum vígvelli eru ógnarstórir þótt staðurinn sé svona lítill. Á stærð við stóra skólalóð. Næturlestin til Barcelona fær taktfastan ekka. Þú ert of stór. Þú passar ekki í kojuna. Fætur þínir rekast í lestarvegginn og þú verður að hnipra þig saman í fósturstellingu. Draumar trufla þig og þótt þeir séu mjög skýrir meðan þeir standa yfir muntu ekki muna þá að morgni. 1. júlí er Kanadadagurinn. Þegar Nýfundnalendingar gengu í sam- bandsríkið 1948 lögðu þeir eyjuna sína hrjúfu og sneið af Labrador í púkkið. Þeir lögðu líka Beaumont-Hamel í púkkið. Að gjöf. Sundur- grafna draugasneið af Evrópu sem hefur loðað við sársaukann og neitað að snúa aftur til frjórra bylgjandi beitilanda í Picardí. Þú stíg- ur upp í renóinn sem þó tókst á leigu og þegar þú ekur burt verðurðu hissa að komast að raun um að þér hefur láðst að líta um öxl. Þú vaknar í næturlestinni til Barcelona við bjástur unga verkfræð- ingsins þegar hann klöngrast niður úr efri kojunni og hysjar upp um sig gallabuxurnar. Seinna segir konan þín þér að hann hafi verið í að- skornum rauðum nærbuxum því sjónarhornið kom í veg fyrir að þú sæir það, þú áttir ekki að sjá það. „Perpignan,“ segir hann, lyftir upp föggum sínum og smeygir sér út á ganginn þar sem hann hikar and- artak og er farinn. Þú rennir upp gluggatjaldinu og birtan flæðir um klefann. Fyrir utan er annar heimur. Einhverntíma um nóttina hef- urðu farið yfir markalínu vorsins sem leitar í norður. Hér er allsstað- ar lauf, grasið er grænt, appelsínutrén eru þunguð af hvítum blóm- um og kirsuberjatrén orðin léttari af þeim bleiku. í hótel Univers í Arras situr þú við léttbyggt valhnotuborð í föln- uðum glansi þessa gamla húss og reynir að fá botn í kalt regnið í Beaumont-Hamel. Konan þín undrast fínlegan útsauminn á rúm- fatnaðinum, alúðina við smáatriði í veggfóðri, skreytingum og hús- gögnum. Gólfin marra. Smiðsaugað sem faðir þinn reyndi að ljá þér nægir að minnsta kosti til að sjá að ekkert er hornrétt. Þegar kanadísku sveitirnar gerðu skammæja uppreisn 1918 lögðu þær undir sig glæsihótel. Það getur bara hafa verið þetta. Er þeir höfðu dundað sér mánuðum saman í illa þefjandi skotgröfunum við að telja dauða félaga sína réðust þeir á verslanirnar, birgðu sig upp af koníaki og drukku sig fulla. Hérna. í þessu herbergi. Seinna, eftir næturlestina til Barcelona, teygirðu úr þér á gullinni strönd í Portúgal, horfir á nakta granna unga líkamina synda, leika sér eða teygja úr sér í sólinni. Það kvöld kaupirðu flösku af koníaki og ferð með hana upp á hótelherbergið. Þú drekkur uns dögunin tek- ur að mýkja skuggana. Á hótel Univers tekurðu upp spænsku romm- flöskuna þína og drekkur með nýfundnalensku skuggaverunum uns 72 d JBaydá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.