Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 79

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 79
Minningar um súkkulaðisósu Kate veltir því nú fyrir sér hvað orðið hafi um allar nöktu konurnar og blómstrandi upphafsstafi Jóhanns. Hún man eftir rithönd hans á lyfseðli sem hann skrifaði einu sinni fyrir hana þegar hún var með umgangspest. Stuttorð fyrirmælin leyfðu engar krúsidúllur. Fyrir- mælin voru jafn blátt áfram og Jóhann sjálfur virtist ávallt vera. Að lokum hafði Catherine farið með málverk til ömmu sinnar til að vera viss. Hún hlýtur að hafa verið níu ára þá, kannski tíu. „Hver er JK?“ spurði hún og rétti fram myndina - sem var kyrralíf en ekki nektarmynd. Hún hafði vit á því. „JK er Jóhann frændi þinn,“ sagði amma, og staðfesti ágiskun Catherine. „Málar hann enn?“ „Nei. Hann hætti því.“ „Hversvegna?" „Hann varð þreyttur á því.“ „Er það satt?“ „Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki nógu góður.“ „Mér finnst hann góður.“ Amma hennar kinkaði kolli. „Já, já. Það fannst mér líka.“ „Hversvegna hætti hann þá?“ „Hann þurfti að vinna fyrir sér.“ „Er ekki hægt að vinna fyrir sér með því að mála myndir?“ „Það er erfitt." „Það hlýtur að vera erfiðara að blanda lyf.“ „Já, já.“ „Hversvegna þá?“ „Þú ert sauðþrá, Catherine." „Það segir mamma.“ „Hún hefur á réttu að standa." „Hversvegna hætti Jóhann frændi að mála, amma?“ „Hann langaði til að kvænast. Það fer ekki saman að mála og vera í hjónabandi." „Hann hefði getað málað Siggu frænku.“ Amma Catherine flissaði. „Já, ég býst við að hann hefði getað það.“ „Því gerði hann það ekki?“ Amma hennar hugsaði sig um. Loks sagði hún, „Eg veit það ekki.“ Hún andvarpaði. „Það er slæmt, amma.“ „Já. Slæmt.“ Og amma hennar hristi höfuðið. „Mikil synd.“ „En Jóhann frændi býr til bestu súkkulaðisósu í heimi,“ sagði Catherine í huggunarskyni við ömmu sína sem kinkaði kolli annars hugar. Kona Jóhanns frænda, Sigga, var stór eins og konurnar á málverk- um hans, þótt Catherine hefði auðvitað aldrei séð hana nakta. Hún fá*- á J&aptiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.