Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 79
Minningar um súkkulaðisósu
Kate veltir því nú fyrir sér hvað orðið hafi um allar nöktu konurnar
og blómstrandi upphafsstafi Jóhanns. Hún man eftir rithönd hans á
lyfseðli sem hann skrifaði einu sinni fyrir hana þegar hún var með
umgangspest. Stuttorð fyrirmælin leyfðu engar krúsidúllur. Fyrir-
mælin voru jafn blátt áfram og Jóhann sjálfur virtist ávallt vera.
Að lokum hafði Catherine farið með málverk til ömmu sinnar til að
vera viss. Hún hlýtur að hafa verið níu ára þá, kannski tíu.
„Hver er JK?“ spurði hún og rétti fram myndina - sem var kyrralíf
en ekki nektarmynd. Hún hafði vit á því.
„JK er Jóhann frændi þinn,“ sagði amma, og staðfesti ágiskun
Catherine.
„Málar hann enn?“
„Nei. Hann hætti því.“
„Hversvegna?"
„Hann varð þreyttur á því.“
„Er það satt?“
„Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki nógu góður.“
„Mér finnst hann góður.“
Amma hennar kinkaði kolli. „Já, já. Það fannst mér líka.“
„Hversvegna hætti hann þá?“
„Hann þurfti að vinna fyrir sér.“
„Er ekki hægt að vinna fyrir sér með því að mála myndir?“
„Það er erfitt."
„Það hlýtur að vera erfiðara að blanda lyf.“
„Já, já.“
„Hversvegna þá?“
„Þú ert sauðþrá, Catherine."
„Það segir mamma.“
„Hún hefur á réttu að standa."
„Hversvegna hætti Jóhann frændi að mála, amma?“
„Hann langaði til að kvænast. Það fer ekki saman að mála og vera
í hjónabandi."
„Hann hefði getað málað Siggu frænku.“
Amma Catherine flissaði. „Já, ég býst við að hann hefði getað það.“
„Því gerði hann það ekki?“
Amma hennar hugsaði sig um. Loks sagði hún, „Eg veit það ekki.“
Hún andvarpaði.
„Það er slæmt, amma.“
„Já. Slæmt.“ Og amma hennar hristi höfuðið. „Mikil synd.“
„En Jóhann frændi býr til bestu súkkulaðisósu í heimi,“ sagði
Catherine í huggunarskyni við ömmu sína sem kinkaði kolli annars
hugar.
Kona Jóhanns frænda, Sigga, var stór eins og konurnar á málverk-
um hans, þótt Catherine hefði auðvitað aldrei séð hana nakta. Hún
fá*- á J&aptiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU?
77