Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 108

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 108
Paul A. Sigurdson Má bera saman þig Bréfið var komið. Harry Phail lokaði látúnspóstkassanum af venju- legri natni en hjartað barðist í brjósti hans. Það var líkt og bréfið log- aði í hendi hans meðan hann stikaði báða stigana upp að íbúðinni. Við dyrnar gekk skjálfandi fingrum hans bögsulega að koma lyklin- um í skrána. Meðan hann stóð í þessu basli opnuðust dyrnar hinum megin við stigapallinn. Lágvaxin fölleit kona, á að giska þrjátíuogfimm ára, birtist í mjórri gættinni. Hárið var ljóst og laust í sér líkt og dúnn og virtist svífa eins og ský um höfuð hennar. Hún hafði svolítið afsleppa höku en var ekki óaðlaðandi. Hún hélt blóðvana hendi um dyrahún- inn eins og hún væri í þann veginn að hverfa á ný inn í klaustur- svítuna sína. Harry heilsaði henni venjulega en þetta kvöld var hon- um um megn að standa andspænis henni. Hann fann hitann bak við eyrun svíða kragann á flannelskyrtunni. Dökkköflótt skyrtan úr skosku efni hæfði starfi hans. Hann var undirvélstjóri (með bréf upp á það), maður sem í sautján ár hafði starfað af hljóðlátri alúð í raf- stöðinni í Sjúkrahúsi Viktoríu drottningar. Um leið og hann opnaði dyrnar heyrði hann rösklegt fótatak ung- frú Carson deyja út niðri í anddyrinu. Hann fór inn í svítuna. Hún var lítil og illa upplýst. I öðrum enda herbergisins var sex traustleg- um stólum raðað kringum áþekkt borð úr gegnheilli eik. Andspænis því var stór sófi, brúnn og loðinn eins og lirfa, bryddaður slithlífum. Tvær stórar landnemamyndir í sporöskjulaga römmum fullkomnuðu á viðeigandi hátt groddalega múrveggina. Pínulítill bókaskápur stóð í dimmasta horninu eins og hann hefði gleymst. Bækurnar, gamlar útgáfur af Scott og Dickens og Stevenson, virtust dæmdar til að safna í sig ryki komandi alda. Þótt svítan væri hrein og snyrtileg hrópaði hún á einhvern vott af mýkt: smá blágresi í glugga, vökvað af mjúk- látri hendi. Harry lagði lokað umslagið á borðið. Það var hluti af kjánalegri fífldirfsku. Hvað mundi ungfrú Carson halda? Hann sá hana aftur fyrir sér standa við dyrnar og hann roðnaði þótt hann væri einn. Til allrar hamingju fengi hún aldrei að vita það. Þessa stundina var hon- um ósárt um að þau umgengust ennþá hvort annað eins og væru ókunnug þótt þau hefðu verið nágrannar í þrjú ár, tvo mánuði og sex daga. Venjulega heilsuðu þau einungis hvort öðru kurteislega utan eitt sinn að morgni dags heilags Patreks þegar hún, honum til furðu, hafði komið skeiðandi til hans er hún var á leið í vinnu. „Góðan og blessaðan da-a-aginn,“ hafði hún sagt og dregið seim- inn. „Morguninn handa yður og afganginn handa mé-é-ér!“ 106 d - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1»1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.