Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 111

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 111
Mú bera saman þig bláum kjól og glansandi hálfsíðri kápu. í fáein andartök skimaði hún íhugul í kringum sig. Honum fannst hún kvíðin á svip. Hún leit aft- ur í kringum sig, dulúðug, eftirvæntingarfull; svo rölti hún í hægð- um sínum út í mannfjöldann. Um leið og hún hvarf fékk hann sting í hjartað. Hún var með bláan hatt með gulum blómum. Allt hringsnerist í kollinum á honum. Gat þetta verið? Gat svona krafta- verk gerst? Var hatturinn blár? Var hann grænn? Það var erfitt að þekkja blátt og grænt í sundur. Harry Phail fann hvernig honum hitn- aði á ný undir skyrtukraganum. Hann tók að reika utan við sig um búðina. Bréfkonan gat ekki ver- ið ungfrú Carson. Hann vissi að slík tilviljun var óhugsandi. Og þó - hatturinn var blágrænn og blómin voru vissulega gul. Hann ætlaði að fara þangað aftur og bíða. En snögglega skipti hann um skoðun. Það rann upp fyrir honum að hann mátti ekki láta sjá sig. Ungfrú Carson var hlédræg kona. Hana mundi ekki langa að hitta hann þarna. Betra var að fylgjast með úr fjarlægð. Eða var það? í fyrsta skipti á ævinni komu útreikningar vélstjórans honum ekki að neinu haldi. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann reyndi að róa taugarnar með því að telja sjálfum sér trú um hvað það væri kjánalegt að láta sér detta í hug að ungfrú Carson væri bréfkonan. Hann ætlaði að fara aftur að hálsbindarekkanum. Nú mundi rétta konan bíða við styttuna. Hann leit á úrið. Hana vantaði ekki nema fjórar mínútur í tíu! Þegar hann hraðaði sér til baka skaut nýrri lokkandi hugsun upp í kollinn á honum. Ungfrú Carson hét Amy. Hann hafði oft séð það á póstkassanum hennar. Gat Amy verið stytting á Emmaline? Hún var bréfkonan! Það hlaut að vera hún! Vonarhrollur hríslaðist um hann. Það var of dásamlegt til að vera satt! Fætur hans virtust svífa yfir gólfinu þegar hann skundaði af stað. Klukkan var nærri tíu þegar hann kom aftur að gægjugatinu milli hálsbindanna. Aðeins tveir menn stóðu við látúnshandriðið: fyldur táningur með krullað hár og gamall karl, mjög hokinn. Fólk í inn- kaupum streymdi fram og til baka, einstaklingar, pör, fjölskyldur: endalaus röð. Svo birtist ungfrú Carson aftur og hélt á fyrirferðar- miklum pakka. Hann sá hana staldra við aftur í fáein augnablik við handriðið. Hún virtist þreytuleg og niðurbeygð. Hún leit tvisvar á úrið. Hún skimaði tvisvar í kringum sig. Nú var Harry Phail viss. Hann ætlaði að manna sig upp. Hann gekk út í sundið og í áttina til hennar. Hún leit sem snöggvast í áttina til hans. Hann veifaði ósjálfrátt en einmitt á því augnabliki sneri hún frá og stefndi að útganginum. Harry tók á sprett með dynjandi hjartslátt. En hann var of seinn. Hann sá henni síðast bregða fyrir við hverfihliðið og týndi henni í mannþrönginni á leið hjá. Líkt og yfirgefinn veiðihundur virti hann d JSapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.