Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 5
Ritnefnd hefur orðið
Nýjasta hefti Jóns á Bœgisá er að mestu leyti tileinkað Helga Hálfdanarsyni,
en hann lést í janúar sl. Undirbúningur heftisins hafði þó hafist áður og
var tilefnið upphaflega sýningin Handan um höf sem tileinkuð var Helga í
Þjóðmenningarhúsi og stóð yfir frá haustmánuðum 2007 og fram á sumar
2008. í tengslum við þessa sýningu var haldið málþing um verk Helga og
mynda erindin sem flutt voru á því þingi hryggjarstykkið í heftinu. Einnig
má sjá hér greinar eftir nokkra nemendur í þýðingafræði við Háskóla Islands
sem tóku þátt í námskeiðinu Shakespeare á íslensku haustið 2008. Greinarnar
af málþinginu eru eftir Astráð Eysteinsson, Ásdísi Sigmundsóttur, Eystein
Þorvaldsson og Svein Einarsson. Ástráður tekur fyrir ljóðaþýðingar hans,
einkum á hinu kunna ljóði Goethes, „Kvöldljóði vegfaranda“. Ásdís skoðar
Shakespeare og viðhorfin til þýðinga frá almennara sjónarhorni. Eysteinn
kannar hins vegar fræðimanninn Helga Hálfdanarson sem fengið hefur allt
of litla umræðu fyrir frumleg og vel grunduð sjónarmið. Sveinn Einarsson
fer síðan yfir leikritaþýðingar Helga sem hann er kunnastur fyrir.
Heftið hefst á stuttri yfirlitsgrein um ævi Helga eftir Láru Þórarins-
dóttur sem nýlega lauk við meistaraprófsritgerð sína í þýðingafræði um
hann. Hlín Agnarsdóttir fjallar um leikhæfi þýðingar Helga á Vindsórkon-
unum kátu. Ólafur Bjarni Halldórsson tekur fyrir Draum á Jónsmessunótt
og Salka Guðmundsdóttir skoðar þýðinguna á Hinriki V.
Ein skemmtilegasta nýjungin í heftinu felst áreiðanlega í „bókmennta-
anekdótunni“ eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, en hér er um að ræða bók-
menntagrein sem kunn er í Bretlandi og felst í því að menn segja frá einu
atviki í samskiptum sínum við orðsins menn; oft er um að ræða skondið
eða einkennandi atvik og má segja að um sé að ræða örstuttar manngerðar-
lýsingar. Minningarbrotið eftir Stefán Sigurkarlsson er í sama dúr og gam-
an væri ef einhver hefði tíma og áhuga á að safna svona anekdótum um
fleiri í eina bók.
á .jJayáiá — AF og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 3