Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 5

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 5
Ritnefnd hefur orðið Nýjasta hefti Jóns á Bœgisá er að mestu leyti tileinkað Helga Hálfdanarsyni, en hann lést í janúar sl. Undirbúningur heftisins hafði þó hafist áður og var tilefnið upphaflega sýningin Handan um höf sem tileinkuð var Helga í Þjóðmenningarhúsi og stóð yfir frá haustmánuðum 2007 og fram á sumar 2008. í tengslum við þessa sýningu var haldið málþing um verk Helga og mynda erindin sem flutt voru á því þingi hryggjarstykkið í heftinu. Einnig má sjá hér greinar eftir nokkra nemendur í þýðingafræði við Háskóla Islands sem tóku þátt í námskeiðinu Shakespeare á íslensku haustið 2008. Greinarnar af málþinginu eru eftir Astráð Eysteinsson, Ásdísi Sigmundsóttur, Eystein Þorvaldsson og Svein Einarsson. Ástráður tekur fyrir ljóðaþýðingar hans, einkum á hinu kunna ljóði Goethes, „Kvöldljóði vegfaranda“. Ásdís skoðar Shakespeare og viðhorfin til þýðinga frá almennara sjónarhorni. Eysteinn kannar hins vegar fræðimanninn Helga Hálfdanarson sem fengið hefur allt of litla umræðu fyrir frumleg og vel grunduð sjónarmið. Sveinn Einarsson fer síðan yfir leikritaþýðingar Helga sem hann er kunnastur fyrir. Heftið hefst á stuttri yfirlitsgrein um ævi Helga eftir Láru Þórarins- dóttur sem nýlega lauk við meistaraprófsritgerð sína í þýðingafræði um hann. Hlín Agnarsdóttir fjallar um leikhæfi þýðingar Helga á Vindsórkon- unum kátu. Ólafur Bjarni Halldórsson tekur fyrir Draum á Jónsmessunótt og Salka Guðmundsdóttir skoðar þýðinguna á Hinriki V. Ein skemmtilegasta nýjungin í heftinu felst áreiðanlega í „bókmennta- anekdótunni“ eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, en hér er um að ræða bók- menntagrein sem kunn er í Bretlandi og felst í því að menn segja frá einu atviki í samskiptum sínum við orðsins menn; oft er um að ræða skondið eða einkennandi atvik og má segja að um sé að ræða örstuttar manngerðar- lýsingar. Minningarbrotið eftir Stefán Sigurkarlsson er í sama dúr og gam- an væri ef einhver hefði tíma og áhuga á að safna svona anekdótum um fleiri í eina bók. á .jJayáiá — AF og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.