Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 10

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 10
Ingibjörg Haraldsdóttir: Greiðvikinn nágranni Undir lok níunda áratugar síðustu aldar sat ég löngum stundum við skrif- borð uppi í Breiðholti og þýddi Karamazov-bræðurna eftir Dostojevskí. Vinnustofan var í kjallara og með öllu gluggalaus. Ekkert heyrðist nema suðið í eyrunum og tifið í tölvunni. Kjöraðstæður fyrir þýðanda. 30. júlí 1990 bar svo við að ég lenti í vandræðum með að þýða þrjú erindi úr Launhelgum (Das Eleusische Fest) eftir Friedrich Schiller, sem Dmítrí Karamazov er látinn fara með í bókinni. Mér leist illa á að þýða er- indin úr rússnesku, og enn verr á að þýða þýska frumtextann. Engin dæmi fann ég um að ljóðið hefði verið þýtt á íslensku. Hvað var þá til ráða? Gat ég beðið einhvern þýskuþýðanda um hjálp? Atti ég að þora að leita til nágranna míns í Breiðholtinu, Helga Hálfdanarsonar? Við þekktumst dálítið, vorum stundum samferða í strætó. Eg lét slag standa, hringdi í Helga og bar upp erindið. Schiller? sagði Helgi. Nei, gerir þú það ekki sjálf? Eg held það sé ekkert vit í að ég fari að reyna það. Launhelgar segirðu? Jú, ég kannast við það. Heyrðu, geturðu ekki skroppið hingað til mín eftir kvöldmat, við skulum athuga málið. I hönd fór eftirminnileg heimsókn til átrúnaðargoðsins. Helgi byrjaði á að lesa erindin af blaðinu sem ég rétti honum, kinkaði kolli af og til og tautaði eitthvað um að ég gæti þetta alveg einsog hann. Fljótlega sá ég þó merki þess að hann var byrjaður að þýða erindin í huganum. Hann hættir ekki fyrr en hann er búinn að þessu, hugsaði ég og varp öndinni léttar. Hringdu til mín á morgun, þá tölum við saman, sagði hann að lokum og fylgdi mér til dyra. Arla næsta morguns hringdi síminn hjá mér. Hann hafði ekki getað beðið. Eg veit nú ekki hvort þú getur notað þetta, en ég hef lokið við þýð- inguna, sagði hann. Vihu ekki koma og líta á hana hjá mér? Þú lagfærir þetta svo sjálf ef með þarf. 8 á .dda’ýföjá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.