Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 14
Ganti Kristmannsson
En eigi jaðarbókmenntir smáþjóðar að geta hreyfst fyrir eigin afli inn-
an heimsbókmenntanna geta þær ekki aðeins lifað á fornri frægð, eins og
Jónas vissi og kvað, heldur verða þær að eiga lykilverk heimsbókmenntanna
innan sinnar eigin tungu, eiga einnig lykilform heimsbókmenntanna inn-
an sinnar eigin tungu. Aðeins þannig geta höfundar náð einhverjum jöfn-
uði við það besta sem gert hefur verið í bókmenntum heimsins; þannig
fóru Rómverjar að þegar þeir virtu fyrir sér menningarafrek Grikkja líkt
og Helgi þýðir eftirminnilega í raupkvæði Hórasar „Minnisvarði” þar sem
hann krefst þess að fá lárviðarsveig fyrir afrek sín:
Fyrstur flutti ég ljóð
fallin að grískum brag
heim í föðurlands hefð;
hlóð ég þar loftköst minn.
Melpómene, þú skalt
maklega’ á þennan koll
setja lárviðar sveig,
sæmdargjöf Apollós.
Þótt þessar línur megi að vissu leyti yfirfæra á Helga Hálfdanarson er víst
að það var fjarri honum að fara fram á nokkurn minnisvarða annan en verk
sín og langar mig að stikla á nokkrum þeirra, en ég lít svo á að þau myndi
sjálf þann lárviðarsveig sem Helga ber.
Það var árið 1950 sem Tímarit Máls og menningar birti þýðingar þrjár á
ljóðum ensku skáldanna Shelleys, Wordsworths og Keats. Þessir eru meðal
höfuðskálda enskrar rómantíkur og langar mig til að lesa inn í lokalínur
ljóðsins „Til lævirkjans" eftir Wordsworth nokkurs konar yfirlýsingu þýð-
andans, en þær hljóða svo:
Háfleyga skáld, sem helgar ljóði dýru
himins og jarðar ættarmerkin skíru.
Helgi var tæplega fertugur þegar þessi ljóð birtust, að því er virðist það fyrsta
sem hann birti af þýðingum á prenti, og þótt menn hafi vafalaust tekið eftir
þeim var þetta ekkert mjög óvenjulegt á þessum tíma þegar íslensk tímarit
birtu miklu meira af þýðingum en vort bókmenntapróvins gerir núorð-
ið. Upp úr þessu fór Helgi að þýða af krafti, fyrsta bókin, Handan um
höf, kom út 1953 og Shakespeare-ævintýri íslensks leikhúss hófst með þýð-
ingu Helga á Sem yður þóknast að beiðni Lárusar Pálssonar eins og Sveinn
Einarsson rekur í grein sinni á öðrum stað í þessu riti. Það var árið 1952,
12
á Æay/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009