Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 14

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 14
Ganti Kristmannsson En eigi jaðarbókmenntir smáþjóðar að geta hreyfst fyrir eigin afli inn- an heimsbókmenntanna geta þær ekki aðeins lifað á fornri frægð, eins og Jónas vissi og kvað, heldur verða þær að eiga lykilverk heimsbókmenntanna innan sinnar eigin tungu, eiga einnig lykilform heimsbókmenntanna inn- an sinnar eigin tungu. Aðeins þannig geta höfundar náð einhverjum jöfn- uði við það besta sem gert hefur verið í bókmenntum heimsins; þannig fóru Rómverjar að þegar þeir virtu fyrir sér menningarafrek Grikkja líkt og Helgi þýðir eftirminnilega í raupkvæði Hórasar „Minnisvarði” þar sem hann krefst þess að fá lárviðarsveig fyrir afrek sín: Fyrstur flutti ég ljóð fallin að grískum brag heim í föðurlands hefð; hlóð ég þar loftköst minn. Melpómene, þú skalt maklega’ á þennan koll setja lárviðar sveig, sæmdargjöf Apollós. Þótt þessar línur megi að vissu leyti yfirfæra á Helga Hálfdanarson er víst að það var fjarri honum að fara fram á nokkurn minnisvarða annan en verk sín og langar mig að stikla á nokkrum þeirra, en ég lít svo á að þau myndi sjálf þann lárviðarsveig sem Helga ber. Það var árið 1950 sem Tímarit Máls og menningar birti þýðingar þrjár á ljóðum ensku skáldanna Shelleys, Wordsworths og Keats. Þessir eru meðal höfuðskálda enskrar rómantíkur og langar mig til að lesa inn í lokalínur ljóðsins „Til lævirkjans" eftir Wordsworth nokkurs konar yfirlýsingu þýð- andans, en þær hljóða svo: Háfleyga skáld, sem helgar ljóði dýru himins og jarðar ættarmerkin skíru. Helgi var tæplega fertugur þegar þessi ljóð birtust, að því er virðist það fyrsta sem hann birti af þýðingum á prenti, og þótt menn hafi vafalaust tekið eftir þeim var þetta ekkert mjög óvenjulegt á þessum tíma þegar íslensk tímarit birtu miklu meira af þýðingum en vort bókmenntapróvins gerir núorð- ið. Upp úr þessu fór Helgi að þýða af krafti, fyrsta bókin, Handan um höf, kom út 1953 og Shakespeare-ævintýri íslensks leikhúss hófst með þýð- ingu Helga á Sem yður þóknast að beiðni Lárusar Pálssonar eins og Sveinn Einarsson rekur í grein sinni á öðrum stað í þessu riti. Það var árið 1952, 12 á Æay/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.