Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 23
Tignyfir tindum ogdauðinn á kránni
fuglarnir þegja um skóginn“ (þótt Helga þyki vafalaust sjálfum að hér
skorti ljóðstafi) og „sjáðu til, bráðum“.
En í Lesbókargreininni sviðsetur Helgi textann jafnframt sem
einskonar framlengingu á enn prósaískari klausu. Hann prófar þó, líkt
og í bríari, að skipta henni upp í átta ljóðlínur:
Einu sinni kom ég
á bæ
og hitti bóndann
þar sem hann
sat undir vegg;
en húsfreyjan bauð mér að gista
hýr á svip, enda
gestrisin mjög.
„Þætti ekki flestum betur við hæfi að rita þetta í belg og biðu sem hvert
annað lausamál?" spyr Helgi. „Væri ekki allt annað brosleg tilgerð, sýnd-
armennska, ef ekki annað verra?“ Líklegt verður að telja að sumir lesendur
Helga álíti þetta vera sneið til „nútímaljóðsins“ svokallaða, semsé fríljóðs
módernismans. Geymum þann þanka, en lítum á klausuna. I ljós kemur að
hún er ekki bara skopstæling nútímaljóðs, gripin úr tilfallandi ferðasögu.
Þetta er nefnilega líka þýðing á ljóði Goethes:
Wandrers Nachdied (Ein Gleiches)
Uber allen Gipfeln
Ist Ruh,
ln allen Wipfeln
Spiirest du
Kaum einen Hauch;
Die Vögelein schweigen im Walde.
Warte nur, balde
Ruhest du auch.
Einu sinni kom ég
á bæ
og hitti bóndann
þar sem hann
sat undir vegg;
en húsfreyjan bauð mér að gista
hýr á svip, enda
gestrisin mjög.
Formið er nákvæmlega það sama sem og atkvæðaskipting. Við getum
meira að segja til gamans prófað hrynjandi Goethes við upplestur á þýð-
ingu Helga. En þá verður jafnframt ljós mikill munur á textunum og þessi
þýðing er að ýmsu leyti býsna róttæk og teygir mjög á því jafngildi sem
segja má að verði að liggja öllum þeim textum til grundvallar sem kall-
fifió/t. á. .fiSay/.já, - af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 21