Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 27

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 27
Tign yfir tindum ogdauSinn á kránni kannski andvarinn á undan alkyrrðinni? Þetta viðbótarorð Helga, djarft inngrip hins sjálfstæða þýðanda, vekur áleitnar spurningar ekki aðeins um tign náttúrunnar heldur um tign mannsins eða skort á tign, í náttúrunni og í nútímanum. Hefð og nýmæli Orðið tign ætla ég, sökum þröngra aðstæðna, að nota mér sem vogarstöng til að fara í loftköstum yfir vægi Helga í bókmenntasögunni - en það er lítt rannsakað efni þótt mikilvægið blasi við öllum. Eg verð hér að látast stökkva yfir fjallgarð. Þýðingar Helga einkennast oftar en ekki af ldassískri tign, og sú tign er með ýmsu móti einkenni á flutningi hans á erfðagóssi ljóðlistar frá fyrri öldum til íslensks nútíma. Þessi tign getur verið létt og leikandi, svo sem við höfum séð, en hún getur líka birst á hægferðugan, mynduglegan hátt — þýðingar forngrísku leikljóðanna eru dæmi um það — og hún getur orðið íburðarmikil og jafnvel eilítið þungstíg, þar sem Helga finnst frum- textinn kalla á slíkt - hér kemur John Keats upp í hugann („Þú þagnarinn- ar fálát fósturmær! / Þú festarbrúður kyrrðartímans hljóð“ — þannig hefst „Ode on a Grecian Urn“ eða „Gríska skrautkerið“ í þýðingu Helga).' Helgi Hálfdanarson hefur lagt ómældan skerf til endurnýjunar klass- ískrar ljóðaorðræðu í íslenskri bókmenntasögu — og sú endurnýjun felur iðulega í sér nýsköpun í hinu íslenska samhengi. Ég nefndi hér að framan þá samræðulist sem býr í þýðingum Helga - það orð á ekki síst við um tengsl hans við íslenska bókmenntasögu - hann er ævinlega í samræðu við bókmenntasöguna, hefð hennar og samtímamynd. Og sé á annað borð spurt, innan vébanda bókmenntasögunnar, hvernig hefðin endurnýist, þá opnast sá mikli sjóður sem Helgi hefur lagt til. Og þetta hlýtur að vera mikilvæg spurning þegar litið er til miðbiks síðustu aldar og áratuganna eftir það, þegar frumortur hefðbundinn skáldskapur lendir í kreppu og módernisminn nær fótfestu. En einmitt þegar Steinn Steinarr lýsir yfir dauða hins hefðbundna ljóðs, þá setur Helgi Hálfdanarson í fluggírinn og færir okkur hefðina aftur, endurnýjaða, margháttaða, tignarlega, lifandi. Með þessu er ekki sagt að Helgi hafi ekki átt sinn þátt í framgöngu módernismans á Islandi. Hér ber að varast að taka hans eigin orð of bók- staflega. Með Hórasarþýðingum sínum sem birtust á bók árið 1991 birti Helgi svokallaðan „Halaklepp“ sem hann hnykkti svo á með því sem hann kallaði „Endahnút“ aftast í bókinni Nokkur þýdd Ijóð frá 1995. I „Hala- kleppi“ segir hann: 1 Erlend IjóSfrá liSnum timum, bls. 173. á fidSceadjá — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.