Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 40
Eysteinn Þorvaldsson
ar að bragði og segir að svo „virðist sem formbyltingin í íslenskri ljóðagerð
hafi farið fyrir ofan garð hjá Magnúsi“. Einnig bendir hann Magnúsi á að
fletta upp á orðinu „ljóð“ í orðabók Arna Böðvarssonar, þar standi m.a.
merkingin „ljóðrænn texti, þótt í lausu máli sé“. Magnús svarar þessu, upp-
vægur mjög, og fer maður þá að kannast við margt sem líkist karpinu um
nýjungar í ljóðum um miðja 20. öld. Hann segir að mönnum gleymist
að „munurinn á ljóði og lausamáli er algerlega formbundinn, ennfremur
að allt ljóðform er hefðbundið [...] En þegar öll bragliðaskipan er einnig
horfin, er verkið ekki lengur ljóð, heldur prósa“ skrifar Magnús. „Hver var
þessi „formbylting"? spyr hann ennfremur með vanþóknun og svarar sjálf-
ur: „Hún fólst í því að nokkrir ungir menn [...] töldu sig hlýða kalli tímans
með því að afrækja og fordæma allt hefðbundið ljóðform.“ Magnús klikkir
svo út með því að segja að í allri sögu íslenskra ljóðmennta finnist einungis
tveir formbyltingarmenn: Egill Skallagrímsson og Jónas Hallgrímsson.
Þeir frændur héldu áfram um sinn að togast á um réttmæti nýjunga í
skáldskap og þarna er Helgi í eigin nafni málsvari nýjunga en hans alter
ego er málsvari íhaldseminnar. I þessari sennu birtist í máli Helga m.a.
ágæt skilgreining á blönduðum brag eða lausbundnum, sem atómskáldin
og næsta kynslóð á eftir tíðkuðu gjarnan, svohljóðandi:1
Þegar blandað er bragliðum í hefðbundnu ljóði, og skipan þeirra þar að
auki óregluleg frá einni ljóðlínu til annarrar, er hrynjandin að jafnaði
öguð með rími, og í íslenzku ljóði jafnframt með stuðlum.
I þessum skoðanaskiptum um skáldskap birtist á frumlegan hátt rökræðu-
maðurinn Helgi Hálfdanarson en málflutningur hans einkennist jafnan af
háttvísi og rökfestu. Hann hefur rökrætt margskonar mál í gegnum tíðina,
því að ýmsir hafa orðið til að andmæla honum og sumir hafa stokkið upp á
nef sér í reiði. Fátt verður Helga til meiri skemmtunar en andmæli, sjálfur
fer hann oft á kostum í slíkum skoðanaskiptum. Þar njóta sín vel málsnilld
hans, ritfærni og rökfesta.
Einn merkasti þátturinn í bókmenntaumfjöllun Helga Hálfdanarsonar eru
athuganir hans á fornum íslenskum kveðskap. Um þetta efni hefur hann
ritað tvær bækur sem báðar hafa komið út í tveimur útgáfum. I Slettireku,
sem fyrst kom út 1954, fjallar hann um kvæði og nokkrar lausavísur Egils
Skallagrímssonar (eins og kunnugt er hafa sumir fræðimenn viljað svipta
Egil höfúndarrétti til þessara vísna). I Slettireku er líka fjallað um vísur sjö
annarra fornskálda og ekki ræðst Helgi á garðinn þar sem hann er lægstur.
1 Molduxi, bls. 410.
38
á Sföœ/gójá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009