Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 40

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 40
Eysteinn Þorvaldsson ar að bragði og segir að svo „virðist sem formbyltingin í íslenskri ljóðagerð hafi farið fyrir ofan garð hjá Magnúsi“. Einnig bendir hann Magnúsi á að fletta upp á orðinu „ljóð“ í orðabók Arna Böðvarssonar, þar standi m.a. merkingin „ljóðrænn texti, þótt í lausu máli sé“. Magnús svarar þessu, upp- vægur mjög, og fer maður þá að kannast við margt sem líkist karpinu um nýjungar í ljóðum um miðja 20. öld. Hann segir að mönnum gleymist að „munurinn á ljóði og lausamáli er algerlega formbundinn, ennfremur að allt ljóðform er hefðbundið [...] En þegar öll bragliðaskipan er einnig horfin, er verkið ekki lengur ljóð, heldur prósa“ skrifar Magnús. „Hver var þessi „formbylting"? spyr hann ennfremur með vanþóknun og svarar sjálf- ur: „Hún fólst í því að nokkrir ungir menn [...] töldu sig hlýða kalli tímans með því að afrækja og fordæma allt hefðbundið ljóðform.“ Magnús klikkir svo út með því að segja að í allri sögu íslenskra ljóðmennta finnist einungis tveir formbyltingarmenn: Egill Skallagrímsson og Jónas Hallgrímsson. Þeir frændur héldu áfram um sinn að togast á um réttmæti nýjunga í skáldskap og þarna er Helgi í eigin nafni málsvari nýjunga en hans alter ego er málsvari íhaldseminnar. I þessari sennu birtist í máli Helga m.a. ágæt skilgreining á blönduðum brag eða lausbundnum, sem atómskáldin og næsta kynslóð á eftir tíðkuðu gjarnan, svohljóðandi:1 Þegar blandað er bragliðum í hefðbundnu ljóði, og skipan þeirra þar að auki óregluleg frá einni ljóðlínu til annarrar, er hrynjandin að jafnaði öguð með rími, og í íslenzku ljóði jafnframt með stuðlum. I þessum skoðanaskiptum um skáldskap birtist á frumlegan hátt rökræðu- maðurinn Helgi Hálfdanarson en málflutningur hans einkennist jafnan af háttvísi og rökfestu. Hann hefur rökrætt margskonar mál í gegnum tíðina, því að ýmsir hafa orðið til að andmæla honum og sumir hafa stokkið upp á nef sér í reiði. Fátt verður Helga til meiri skemmtunar en andmæli, sjálfur fer hann oft á kostum í slíkum skoðanaskiptum. Þar njóta sín vel málsnilld hans, ritfærni og rökfesta. Einn merkasti þátturinn í bókmenntaumfjöllun Helga Hálfdanarsonar eru athuganir hans á fornum íslenskum kveðskap. Um þetta efni hefur hann ritað tvær bækur sem báðar hafa komið út í tveimur útgáfum. I Slettireku, sem fyrst kom út 1954, fjallar hann um kvæði og nokkrar lausavísur Egils Skallagrímssonar (eins og kunnugt er hafa sumir fræðimenn viljað svipta Egil höfúndarrétti til þessara vísna). I Slettireku er líka fjallað um vísur sjö annarra fornskálda og ekki ræðst Helgi á garðinn þar sem hann er lægstur. 1 Molduxi, bls. 410. 38 á Sföœ/gójá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.