Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 41

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 41
Að sjá Ijóðið rísa hœrra Það eru einmitt torskildir staðir og aflagaðir í kveðskapnum sem hann bein- ir könnun sinni að og leitast við að leiðrétta og skýra á nýjan hátt. Hann fer ekki hefðbundna leið fílólóga, heldur nýtir hann „leiðsögn formsins“ - rýnir í bragarhætti, Ijóðstafi, hrynjandi og rím og beitir líka þekkingu sinni á skáldamálinu til að leiðrétta það sem augljóslega hefur aflagast og fer þá ekki hjá því að margar fyrri skýringar leiðréttast jafnframt. Slettireka hefur undirtitilinn „Leikmannsþankar um nokkrar gamlar vísur“. I formála bókarinnar gerir Helgi ráð fyrir að sumum muni finn- ast hann vera farinn að rótast í annarra manna kálgarði og að spurt verði hvernig á þessum ósköpum standi. Hann svarar spurningunni sjálfur á þessa leið: Þannig fara þeir yfirleitt að, sem eru þess ekki umkomnir að frelsa heim- inn, en brestur hins vegar hugrekki til að steypa sér í húðkeip fram af fossbrún eða skjóta forsætisráðherrann á almannafæri. Þeir skrifa bók. Ekki var Slettireku tekið með neinum fögnuði né heldur vanþóknun af fornritafræðingum. Þeir þögðu þunnu hljóði. - „Ekki barst svo mikið sem hnerri þaðan sem viðbragða var vænst“ skrifar Helgi sjálfur.1 Tíu árum eftir að Slettireka birtist kom frá Helga annað vandað verk um miðaldakveðskap, það er Maddaman með kýrhausinn. Þá tók hann til athugunar sjálfa Völuspá, hið merkasta allra fornkvæða. Utgáfur á Völuspá til þessa dags skipta hundruðum, ýmist á frummál- inu eða þýðingum, í umsjá fræðimanna í mörgum löndum, og meira hefur verið um Völuspá skrifað en nokkurt annað norrænt kvæði. Ollum fræði- mönnum er ljóst að kvæðið hefur ekki varðveist í upphaflegri gerð heldur aflagast mjög. Sumir höfðu gert tilraun til að færa til vísur í kvæðinu, því að augljóst er að þær hafa ruglast. Illa gekk líka að skýra margt í máli kvæðisins en enginn skýrandi hafði tekið öðrum fram þegar Helgi skrifaði bók sína. Hann fór nýja leið til að ráða gátuna um upprunalega gerð Völu- spár. í bók sinni setur hann fram nýstárlegar og róttækar skoðanir um uppruna og formgerð kvæðisins og skýrir margt í textanum öðruvísi en aðrir höfðu gert. Eins og í Slettireku grefst hann fyrir um uppruna kvæð- isins og byggingu þess með því að kanna formið og nýta það til leiðbein- ingar um efnisskipan. Hann hyggur sérstaklega að steíjunum þremur sem endurtekin eru óreglulega í kvæðinu og honum þykir einsýnt að kvæðið hafi upphaflega verið í reglulegu drápuformi. Með það að leiðarljósi end- urreisir Helgi form þessa mikla kvæðis, leitar að hinum réttu stöðum fyrir stefin og vísurnar svo að bálkarnir fái sína réttu stærð. Efnisskipanin þarf i Tímarit Máls og menningar 2007:2. ■ á — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.