Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 61
Hversu kátar eru Vindsórkonur?
hann manar sjálfan sig til að ganga frá prestinum og jafnvel gelda hann „I
will cut all his two stones."
Helgi Hálfdanarson:
Kajus: Þú, abagött-ur, fara með þetta bré til sír’ Ivar á ‘Augi, ég skor’ann
á 'ólm, sveimérr-þá, ég skal sker’ann á ‘áls í veiðigarðin-um, og ég skal
kenna vitlaus abagatta-prest að dorga og dubb-la, þú mátt far-a, ekki gott
þú bía 'érr; ég skal sveimér skera af ‘onum báða ‘nullungana-a, ‘ann skal
sveimérr ekki’ afa ‘nullung að kast’ í tíkina.
Helgi nær bæði með stafsetningu og greinamerkjasetningu að koma
frönskum hreim og áherslum yfir á íslensku og kynferðislega tvíræðnin
er augljós með ‘nullungana, ekki síst þar sem hann notar orðið „tík“ í
staðinn fyrir „dog.“ Helgi þýðir „stones“ sem ‘nullunga, sem gefur leik-
aranum gott færi á að sýna þá með því að taka um eistun á sér. Textinn
er leikvænn, hann gæti skrúfað frá hlátrinum ef rétt er haldið á málum á
leiksviðinu.
Það er vandasamara að koma mállýsku síra Ivars á Haugi yfir á ís-
lensku, þar sem engar mállýskur er að finna í íslensku máli. Helgi velur því
að gera síra Ivar alveg sérlega „norðlenskan“ með ýktri harðmælgi þar sem
samhljóðarnir k-p-t eru skrifaðir nær alls staðar þar sem stafsetning á að
vera g-b-d og eins er skrifað þ þar sem á að standa ð. Leikarinn þarf því að
ýkja þessi hljóð með fráblásnu k-p-t sem getur orðið þreytandi til lengdar
bæði fyrir hann og áhorfandann. Þessi framburður leiðir að vísu til mis-
skilnings sem síðan fæðir af sér ýmsa skemmtilega orðaleiki, en ekki er víst
að þeir virki endilega á leiksviði, einfaldlega vegna þess að textinn getur
aldrei hljómað eins og afbrigði af íslenskum framburði, ekki einu sinni
norðlenskum. Því er hætt við að texti hans verði með öllu óskiljanlegur í
munni leikara, og þar með er hætt við að lítið verði úr fyndninni sem felst
í misskilningi annarra á málfari hans. Dæmi:
William Shakespeare:
Shallow, The Council shall know this.
Falstaff: ‘Twere better for you if it were known in counsel. You’ 11 be laughed at.
Evans: Pauca verba, Sir John, good worts.
Falstaff: Good worts? Good cabbage!'
i W. Shakespeare: The Merry Wives ofWindsor I.i. 111-115.
fff — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 59