Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 71

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 71
Shakespeare ogþýSingar fastra leikhópa kom fram krafa um fjölbreyttari efnivið leikrita sem varð til þess að leikskáld fóru að leita fanga víðar.1 Efniviður mjög margra leikrita á tímabilinu 1591—1642 var sóttur í þýðingar á nóvellum frá Italíu og Frakklandi sem voru mjög vinsælar allt frá árinu 1567 en þá kom fyrsta safnið af þessu tagi út á ensku. Þetta voru sögur af fólki í efri lögum þjóðfélagsins að skandalísera og lenda í vandræðum sem virð- ist hafa verið jafn vinsælt þá og nú. Þetta fyrsta safn var verk sem William Painter setti saman og nefndi Palace of Pleasure. I bindunum tveimur sem komu út 1566 og 1567 má finna rúmlega 100 frásagnir. Meirihluti þeirra er þýðingar á ítölskum og frönskum nóvellum eftir Bandello, Boccaccio, Katrínu af Navarre og fleiri. Fræðimenn telja að þetta safn Painters hafi getið af sér frá 32 upp í 45 verk (eftir því hvernig það er skilgreint) frá því það kom út til ársins 1642, þegar leikhúsunum var lokað.2 Shakespeare var einn þeirra sem nýtti sér frásagnir úr þessu safni. Sögurnar sem liggja að baki Rómeó og Júlíu, Allt er gott sem endar vel, söguljóðsins Rape ofLucrece, Simlis konungs og Tímons Aþenings er allar að finna í verki Painters þó að Shakespeare hafi notað þær mismikið og hafi einnig haft aðrar fyrirmyndir að sumum þeirra. En hvað gerði Shakespeare við þá texta sem hann nýtti sér og end- urskrifaði? Til að kanna það nánar er hentugt að skoða eitt verk sem er í nánum tengslum við það verk sem það er byggt á en þó nógu ólíkt til að draga fram þær breytingar sem hann gerir. Því verður hér litið til end- urvinnslu Shakespeares á frásögninni um Rómeó og Júlíu.3 Frásögnin um elskendurna Rómeó og Júlíu á sér langa sögu. Til er grísk prósafrásögn eftir Xenófon frá Efesus, Ephesiaca, um unga konu sem er aðskilin frá eiginmanni sínum og á að þvinga til að giftast en hún drekkur svefndrykk sem lætur hana virðast dauða.4 Þessi saga virðist þó ekki hafa verið þýdd á neitt evrópskt tungumál nýaldar fyrr en töluvert eftir að sagan varð kunn í Evrópu. Sú útgáfa sem gjarnan er talin upphaf útbreiðslu þess- 1 Sjá t.d. Andrew Gurr, Playgoingin Shakespeare’s London (3. útg.; Cambridge: Cambridge University Press, 2004). 2 Sjá Inngang Joseph Jacobs í: Painter, Ihe Palace ofPleasure. 3 Sú útgáfa af leikriti Shakespeares sem vitnað verður til er: William Shakespeare, Complete works: The RSC Shakespeare, ritstj. Jonathan Bate og Eric Rasmussen (Basingstoke: Macmillan, 2007). 4 J.J. Munro (ritstj.), Brooke’s ‘Romeus andJuliet’ being the original of Shakespeares ‘Romeo andJuliet', ritstj. I. Gollancz (The Shakespeare Library, New York: Duffield & Company, 1908), bls. xvii. á fBayáiá - AF og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.