Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 71
Shakespeare ogþýSingar
fastra leikhópa kom fram krafa um fjölbreyttari efnivið leikrita sem varð
til þess að leikskáld fóru að leita fanga víðar.1
Efniviður mjög margra leikrita á tímabilinu 1591—1642 var sóttur í þýðingar á
nóvellum frá Italíu og Frakklandi sem voru mjög vinsælar allt frá árinu 1567
en þá kom fyrsta safnið af þessu tagi út á ensku. Þetta voru sögur af fólki
í efri lögum þjóðfélagsins að skandalísera og lenda í vandræðum sem virð-
ist hafa verið jafn vinsælt þá og nú. Þetta fyrsta safn var verk sem William
Painter setti saman og nefndi Palace of Pleasure. I bindunum tveimur sem
komu út 1566 og 1567 má finna rúmlega 100 frásagnir. Meirihluti þeirra
er þýðingar á ítölskum og frönskum nóvellum eftir Bandello, Boccaccio,
Katrínu af Navarre og fleiri. Fræðimenn telja að þetta safn Painters hafi
getið af sér frá 32 upp í 45 verk (eftir því hvernig það er skilgreint) frá því
það kom út til ársins 1642, þegar leikhúsunum var lokað.2 Shakespeare var
einn þeirra sem nýtti sér frásagnir úr þessu safni. Sögurnar sem liggja að
baki Rómeó og Júlíu, Allt er gott sem endar vel, söguljóðsins Rape ofLucrece,
Simlis konungs og Tímons Aþenings er allar að finna í verki Painters þó að
Shakespeare hafi notað þær mismikið og hafi einnig haft aðrar fyrirmyndir
að sumum þeirra.
En hvað gerði Shakespeare við þá texta sem hann nýtti sér og end-
urskrifaði? Til að kanna það nánar er hentugt að skoða eitt verk sem er
í nánum tengslum við það verk sem það er byggt á en þó nógu ólíkt til
að draga fram þær breytingar sem hann gerir. Því verður hér litið til end-
urvinnslu Shakespeares á frásögninni um Rómeó og Júlíu.3
Frásögnin um elskendurna Rómeó og Júlíu á sér langa sögu. Til er grísk
prósafrásögn eftir Xenófon frá Efesus, Ephesiaca, um unga konu sem er
aðskilin frá eiginmanni sínum og á að þvinga til að giftast en hún drekkur
svefndrykk sem lætur hana virðast dauða.4 Þessi saga virðist þó ekki hafa
verið þýdd á neitt evrópskt tungumál nýaldar fyrr en töluvert eftir að sagan
varð kunn í Evrópu. Sú útgáfa sem gjarnan er talin upphaf útbreiðslu þess-
1 Sjá t.d. Andrew Gurr, Playgoingin Shakespeare’s London (3. útg.; Cambridge: Cambridge
University Press, 2004).
2 Sjá Inngang Joseph Jacobs í: Painter, Ihe Palace ofPleasure.
3 Sú útgáfa af leikriti Shakespeares sem vitnað verður til er: William Shakespeare, Complete
works: The RSC Shakespeare, ritstj. Jonathan Bate og Eric Rasmussen (Basingstoke:
Macmillan, 2007).
4 J.J. Munro (ritstj.), Brooke’s ‘Romeus andJuliet’ being the original of Shakespeares ‘Romeo
andJuliet', ritstj. I. Gollancz (The Shakespeare Library, New York: Duffield & Company,
1908), bls. xvii.
á fBayáiá - AF og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 69