Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 74

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 74
Ásdís Sigmundsdóttir ments of unchasitie) attcmptyng all adventures of peryll, for thattaynyng of their wished lust.1 I Ijóðinu sjálfu er fordæmingin þó langt í frá að vera áberandi, eins og sjá má t.d. þegar Brooke segir um Rómeó: „Then Romeus, whose thought was free from foul desire:“;2 fremur virðist hann heillast af tilfinningaofsa elsk- endanna. Það er helst í viðhorfi hans til bróður Lárens og fóstrunnar sem fordæmingin kemur fram, þannig er það ekki síst vegna þess að Lárens er hræddur um að vera refsað fyrir að hafa gefið Rómeó og Júlíu saman án leyfis foreldranna sem hann ákveður að hjálpa þeim.3 A hinn bóginn er þó talað um hann sem vitran ráðgjafa og hann er fulltrúi rökhugsunar í enn meira mæli en hjá Shakespeare."1 Eitt helsta einkenni Shakespeares er sú mikla áhersla sem hann leggur á andstæður bæði í því hvernig hann raðar niður efnisatriðum, í sögusviði, myndmáli og persónusköpun. Shakespeare lætur t.d. tragískar senur og fyndnar skiptast á. I einu dramatískasta atriði Rómeó ogjúlíu, þegar fóstr- an og síðan foreldrarnir finna Júlíu að því er virðist látna, þá hefst atriðið á lýsingu á undirbúningi fyrir brúðkaupsveisluna; atburðarásin er hröð, persónur fara inn og út, orðaleikir með kynferðislegum undirtón ganga á milli og þegar fóstran fer að vekja Júlíu þá er það með tvíræðum brönd- urum um komandi brúðkaupsnótt. Eftir að þau uppgötva að Júlía er látin og hafa barmað sér fara þau af sviðinu til að undirbúa jarðarförina en þá koma tónlistarmenn og þjónn og þeir fara að tala um tónlist og grínast. Þannig ramma hversdagslegar og fyndnar senur inn harminn sem gerir það að verkum að harmleikurinn verður áhrifameiri.5 Þetta atriði dregur athyglina að annarri algengri viðbót Shakespeares en það er húmorinn. Það er ekki þar með sagt að fyrirmyndir hans hafi verið húmorslausar en Shakespeare ýkir og bætir við. Persóna fóstrunnar er dæmi um fyndna viðbót Shakespeare en hún er þó ekki uppfinning hans eins og stundum er haldið fram. Hún kemur upprunalega frá Bandello og er að finna bæði í verkum Boisteau og Painter. Hjá Painter er fóstran efins um ástarævintýrið í fyrstu: 1 Brooke, Romeus and Iuliet, bls. 3-4. 2 Sama. Lína 545. 3 Sbr. „since he himself had bin / The chiefest cause, that she unknown to father or mother / Not five months past, in that self place was wedded to another." Sama. Línur 2049-51. 4 Sbr. röksemdafærslu hans við Rómeó eftir að hann er dæmdur í úlegð í línum 1350- 1480. 5 Þetta atriði var þó eitt af þeim sem leikskáld frá tímum Shakespeares voru gagnrýnd fyrir þ.e. að blanda saman tragík og kómík en það var ekki í samræmi við klassísk fræði. 72 á JÁBayedá — Tímarjt um þýðingar nr. 13 / 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.