Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 76

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 76
Ásdís Sigmundsdóttir I verki Shakespeares maldar fóstran í móinn og í raun er vafamál hvort hún tekur við peningunum. Fóstrunni hjá Brooke (og Painter reyndar líka) er refsað fyrir þátt sinn í atburðunum í lok sögunnar en ekkert er minnst á það hjá Shakespeare. Hann stækkar þó ekki hlut fóstrunnar í atburða- rásinni þótt hann breyti henni. Shakespeare stækkar þó gjarnan hlutverk kvenna þegar hann breytir fyrirmyndum sínum. Þannig eykur Shakespeare t.d. vægi Kleópötru og gerir dauða hennar að hápunkti leiksins í Antoni og Kleópötru og í Allt ergott sem endar velbxúv hann við hlutverki greifafrúar- innar, móður Bertrams, sem er óvenju bitastætt hlutverk móður frá þessum tíma. Því er vert að skoða hvað Shakespeare gerir við Júlíu sem er mikilvæg- asta kvenhlutverkið í verkinu. Oft hefur verið bent á þá staðreynd að Shakespeare gerir Júlíu yngri í verki sínu en hún er hjá Brooke en það er einnig merkilegt að Brooke gerir slíkt hið sama. Hjá Painter er Júlía 18 ára, hjá Brooke er hún tæplega 16 ára en hjá Shakespeare er hún ekki orðin íjórtán ára. Ef einungis væri skipt um tölur þá væri þessi breyting ekki jafn merkileg og raun ber vitni, en þegar persóna Júlíu er skoðuð í heild í þessum þremur útgáfum þá kemur í ljós að þetta er lykilatriði. Samanburður á hinu fræga svalaatriði dregur fram muninn á persónunni í verkunum. Júlía Shakespeares hefur áhyggjur af því að Rómeó sé af ætt Montags og óskar þess að hann gæti heitið eitthvað annað enda skipti nafnið í raun engu máli, hún hefur áhyggjur af því að ættmenn hennar verði hans varir og að hann segist bara elska hana. Einnig hefur hún áhyggjur af því að virðast of auðfengin og biður um að hann lofi að giftast sér.1 I ljóði Brookes byrjar lýsingin á hugarangri Júlíu á langri lýsingu á henni þar sem hún getur ekki sofið og tilfinngarót hennar lýsir sér í lík- amlegum kvillum og hugarangri. Síðan hefst fyrsta ræða hennar þar sem hún ásakar sjálfa sig fyrir að vera auðtrúa, hún efast um heilindi Róm- eós og veltir upp möguleikanum á að hann ætli sér að hefna sín á föður hennar með því að vanvirða hana: „Perhaps, the great revenge he cannot woork by strength, /By suttle sleight (my honour stained) he hopes to worke at length.“2 En síðan sannfærir hún sjálfa sig um að hið fagra yf- irborð Rómeós samræmist ekki þessum hugmyndum og að viðbrögð hans við fyrstu fundum þeirra sýni að honum er alvara. Það sem meira er þá veltir hún sjálf upp hugmyndinni um að ef Rómeó vilji giftast henni þá geti hjónaband þeirra leitt til þess að sættir náist í deilum fjölskyldnanna. Atriði sem kemur aðallega fram hjá bróður Lárens hjá Shakespeare. í þess- ari útgáfu kemur svalasenan sjálf ekki fyrr en nokkrum vikum síðar þegar 1 Sama. Línur 2.1.80-96; 2.1.113-4,119,123; 2.1.139-143 og 2.1.144-155. 2 Brooke, Romeus and Iuliet. Línur 395-96. 74 d .AdayÁjá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.