Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 76
Ásdís Sigmundsdóttir
I verki Shakespeares maldar fóstran í móinn og í raun er vafamál hvort hún
tekur við peningunum. Fóstrunni hjá Brooke (og Painter reyndar líka) er
refsað fyrir þátt sinn í atburðunum í lok sögunnar en ekkert er minnst
á það hjá Shakespeare. Hann stækkar þó ekki hlut fóstrunnar í atburða-
rásinni þótt hann breyti henni. Shakespeare stækkar þó gjarnan hlutverk
kvenna þegar hann breytir fyrirmyndum sínum. Þannig eykur Shakespeare
t.d. vægi Kleópötru og gerir dauða hennar að hápunkti leiksins í Antoni og
Kleópötru og í Allt ergott sem endar velbxúv hann við hlutverki greifafrúar-
innar, móður Bertrams, sem er óvenju bitastætt hlutverk móður frá þessum
tíma. Því er vert að skoða hvað Shakespeare gerir við Júlíu sem er mikilvæg-
asta kvenhlutverkið í verkinu.
Oft hefur verið bent á þá staðreynd að Shakespeare gerir Júlíu yngri í
verki sínu en hún er hjá Brooke en það er einnig merkilegt að Brooke gerir
slíkt hið sama. Hjá Painter er Júlía 18 ára, hjá Brooke er hún tæplega 16 ára
en hjá Shakespeare er hún ekki orðin íjórtán ára. Ef einungis væri skipt
um tölur þá væri þessi breyting ekki jafn merkileg og raun ber vitni, en
þegar persóna Júlíu er skoðuð í heild í þessum þremur útgáfum þá kemur
í ljós að þetta er lykilatriði. Samanburður á hinu fræga svalaatriði dregur
fram muninn á persónunni í verkunum.
Júlía Shakespeares hefur áhyggjur af því að Rómeó sé af ætt Montags
og óskar þess að hann gæti heitið eitthvað annað enda skipti nafnið í raun
engu máli, hún hefur áhyggjur af því að ættmenn hennar verði hans varir
og að hann segist bara elska hana. Einnig hefur hún áhyggjur af því að
virðast of auðfengin og biður um að hann lofi að giftast sér.1
I ljóði Brookes byrjar lýsingin á hugarangri Júlíu á langri lýsingu á
henni þar sem hún getur ekki sofið og tilfinngarót hennar lýsir sér í lík-
amlegum kvillum og hugarangri. Síðan hefst fyrsta ræða hennar þar sem
hún ásakar sjálfa sig fyrir að vera auðtrúa, hún efast um heilindi Róm-
eós og veltir upp möguleikanum á að hann ætli sér að hefna sín á föður
hennar með því að vanvirða hana: „Perhaps, the great revenge he cannot
woork by strength, /By suttle sleight (my honour stained) he hopes to
worke at length.“2 En síðan sannfærir hún sjálfa sig um að hið fagra yf-
irborð Rómeós samræmist ekki þessum hugmyndum og að viðbrögð hans
við fyrstu fundum þeirra sýni að honum er alvara. Það sem meira er þá
veltir hún sjálf upp hugmyndinni um að ef Rómeó vilji giftast henni þá
geti hjónaband þeirra leitt til þess að sættir náist í deilum fjölskyldnanna.
Atriði sem kemur aðallega fram hjá bróður Lárens hjá Shakespeare. í þess-
ari útgáfu kemur svalasenan sjálf ekki fyrr en nokkrum vikum síðar þegar
1 Sama. Línur 2.1.80-96; 2.1.113-4,119,123; 2.1.139-143 og 2.1.144-155.
2 Brooke, Romeus and Iuliet. Línur 395-96.
74
d .AdayÁjá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009