Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 85
Draumur d Jónsmessunótt
hinu forna, úr heimi handverks-manna sama lands og úr heimi álfa. Auk
þessa leika handverksmennirnir sögulegar persónur sem koma fyrir í leik-
riti þeirra sem sýnt er að afstöðnu brúðkaupi aðalsfólksins. Til glöggvunar
á söguþræði verksins sem rakinn verður stuttlega hér á eftir skal farið yfir
helstu persónurnar.
Eins og fram kemur hér að ofan er það nokkuð einboðið að skipta
persónunum í þrjá hópa sem skörp skil eru á milli á þessum tíma og jafnvel
enn í dag þrátt fyrir miklar þjóðfélagsbreytingar. Ekki er talið að nein ein
persóna leiki aðalhlutverk í verkinu en nokkrar gegni veigamiklum hlut-
verkum. Leikritið hefst á samræðum þeirra tveggja persóna sem eru tákn
valdsins í leikritinu. Þau nefnast Hippólíta og Þeseifur.
Nafnið Hippólíta er upprunnið úr grískri goðafræði. Goðfræðilega
persónan er drottning skjaldmeyja og persónan í leiknum ber þann titil.
Brúðgumi hennar Þeseifur (e. Thesens) í leikritinu er einnig grísk sögupers-
óna. Hippólítu var rænt af Þeseifi þegar hann gekk í lið með Heraklesi í
leiðangri gegn skjaldmeyjunum. Hippólíta kom til skips hans með gjafir
í farteskinu. Þegar hún var komin um borð vatt hann upp segl, hélt til
Aþenu og gerði drottninguna að brúði sinni. Persónurnar Hippólíta og Þe-
seifur eru aðalpersónur í „Sögu riddarans“ í Kantaraborgarsögum Geoffreys
Chaucers.
Athyglisverð eru orð Þeseifs sem bera vott um virðingu fyrir vænt-
anlegri brúði; „ Hippólíta, ég bar fram bónorð mitt á sverðsoddi; ég sótti
þínar ástir með ofríki; nú kveður kvonbæn mín við annan tón í gleði og
veizluglaumi.“' Staða Hippólítu er staðfest þegar hún í lok leikritsins býður
skoðunum Þeseifs birginn er hann hæðist að frásögnum um yfirnáttúru-
lega atburði. A tíma Shakespeares var algengast að konan væri hinn þögli
og eftirgefanlegi aðili að hjónabandi, en Shakespeare dregur fram myndir
af sterkum konum sem eru ófeimnar við að láta skoðanir sínar í ljós.
Hermía ber nafn sem gæti verið dregið af gríska goðanafninu Her-
mes syni Seifs. Hermes var verndarguð verslunar og drauma og jafnframt
sendiboði guðanna. Það gæti rennt stoðum undir kenninguna að Lísander
og Demetríus hafi sóst eftir henni af efnalegum ástæðum til að stýra hug
hennar og draumsýnum. Faðir hennar, Egeifur, lítur á hana sem hluta
eigna sinna eða eignarétt sem hann hefur rétt til að skipta út að eigin
geðþótta. Með því að kynna Hermíu til sögunnar sem persónu, sem aðrir
sjá eins og strengjabrúðu eða viljalaust verkfæri til að stjórna, þá er talið
að höfundur setji fram spurningar um áhrif þess að spilað sé á hugsun og
gerðir annarra. Hermía er þó allt annað er strengjabrúða og sýnir það best
er hún neitar að beygja sig undir vilja föður síns að giftast þeim sem hún
i Helgi Hálfdanarson bls. 5
■ 6/T — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 83