Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 85

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 85
Draumur d Jónsmessunótt hinu forna, úr heimi handverks-manna sama lands og úr heimi álfa. Auk þessa leika handverksmennirnir sögulegar persónur sem koma fyrir í leik- riti þeirra sem sýnt er að afstöðnu brúðkaupi aðalsfólksins. Til glöggvunar á söguþræði verksins sem rakinn verður stuttlega hér á eftir skal farið yfir helstu persónurnar. Eins og fram kemur hér að ofan er það nokkuð einboðið að skipta persónunum í þrjá hópa sem skörp skil eru á milli á þessum tíma og jafnvel enn í dag þrátt fyrir miklar þjóðfélagsbreytingar. Ekki er talið að nein ein persóna leiki aðalhlutverk í verkinu en nokkrar gegni veigamiklum hlut- verkum. Leikritið hefst á samræðum þeirra tveggja persóna sem eru tákn valdsins í leikritinu. Þau nefnast Hippólíta og Þeseifur. Nafnið Hippólíta er upprunnið úr grískri goðafræði. Goðfræðilega persónan er drottning skjaldmeyja og persónan í leiknum ber þann titil. Brúðgumi hennar Þeseifur (e. Thesens) í leikritinu er einnig grísk sögupers- óna. Hippólítu var rænt af Þeseifi þegar hann gekk í lið með Heraklesi í leiðangri gegn skjaldmeyjunum. Hippólíta kom til skips hans með gjafir í farteskinu. Þegar hún var komin um borð vatt hann upp segl, hélt til Aþenu og gerði drottninguna að brúði sinni. Persónurnar Hippólíta og Þe- seifur eru aðalpersónur í „Sögu riddarans“ í Kantaraborgarsögum Geoffreys Chaucers. Athyglisverð eru orð Þeseifs sem bera vott um virðingu fyrir vænt- anlegri brúði; „ Hippólíta, ég bar fram bónorð mitt á sverðsoddi; ég sótti þínar ástir með ofríki; nú kveður kvonbæn mín við annan tón í gleði og veizluglaumi.“' Staða Hippólítu er staðfest þegar hún í lok leikritsins býður skoðunum Þeseifs birginn er hann hæðist að frásögnum um yfirnáttúru- lega atburði. A tíma Shakespeares var algengast að konan væri hinn þögli og eftirgefanlegi aðili að hjónabandi, en Shakespeare dregur fram myndir af sterkum konum sem eru ófeimnar við að láta skoðanir sínar í ljós. Hermía ber nafn sem gæti verið dregið af gríska goðanafninu Her- mes syni Seifs. Hermes var verndarguð verslunar og drauma og jafnframt sendiboði guðanna. Það gæti rennt stoðum undir kenninguna að Lísander og Demetríus hafi sóst eftir henni af efnalegum ástæðum til að stýra hug hennar og draumsýnum. Faðir hennar, Egeifur, lítur á hana sem hluta eigna sinna eða eignarétt sem hann hefur rétt til að skipta út að eigin geðþótta. Með því að kynna Hermíu til sögunnar sem persónu, sem aðrir sjá eins og strengjabrúðu eða viljalaust verkfæri til að stjórna, þá er talið að höfundur setji fram spurningar um áhrif þess að spilað sé á hugsun og gerðir annarra. Hermía er þó allt annað er strengjabrúða og sýnir það best er hún neitar að beygja sig undir vilja föður síns að giftast þeim sem hún i Helgi Hálfdanarson bls. 5 ■ 6/T — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.