Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 87

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 87
Draumur d Jónsmessunótt drottning vildi fara í leikhús þá gaf hann meðmæli með verkum. Svo virð- ist sem Shakespeare hafi notað Fílóstratus til að skopast að þessu hlutverki veislumeistarans. Óberon konungur álfa og Títanía drottning hans verða örlagavaldar í lífi elskendanna fjögurra. Nafn Óberons er dregið af þjóðsagnapersónunni Alberich, galdramanni í þjóðsögunni um konungsætt Mervíkinga. Nafnið Óberon kemur fyrst fyrir í bókmenntum í 13. aldar sögunni Les Prouesses et faitz du noble Huon de Bordeaux. í sögunni er Huon sonur Seguins hertoga af Bordeaux í leiðangri um skóga þar sem hann býr. Hann vinnur hylli Óberons álfs og nýtur því hjálpar hans.1 2 Títanía er nafn úr sögu rómverska ljóðskáldsins Óvíðs (lat. Publius Ovidius Naso, 43 f.Kr.—17 e.Kr.) úr verkinu Ummyndanir (e. Metamorphoses).1 Hlutverk þeirra í verkinu er veigamikið eins og síðar verður vikið að. Þegar þau deila hvort við annað verður orkan af orðaskaki þeirra svo mikil að hún hefur áhrif á veðrið. Títanía er enn eitt dæmi um sterka kvenpersónu í verkinu sem ekki lætur hlut sinn fyrir eiginmanninum. Hann verður því að beita göldrum til að ná fram vilja sínum. Bokki álfur eða Hrói heillakarl (e. Puck — Robin Goodfelloio) er líklega dularfyllsta persóna leikritsins og sú sem í raun kemur allri þeirri ringulreið af stað sem við upplifum í leikritinu. Nafnið Puck er að finna í enskri goðafræði. Hann er tryggur þjónn Óberons álfakonungs en þar fyrir utan er hann hrekkjóttur þótt ekki sé hann óskeikull og klúðrar illa fyrirmælum húsbónda síns er hann lætur töfravökva drjúpa í augnlok Lísanders í stað Demetríusar og átti að hafa þann tilgang að vekja ást á Helenu. Bokki beitir þeim hrekk að setja asnahöfuð á Spóla vefara sem leiðir til ástar Tít- aníu á vefaranum, þrátt fyrir fáránlegt útlit hans vegna eiginleika vökvans að vekja ástir á þeim fyrsta sem fyrir augu ber, þegar sá vaknar sem hefur vökvann á augnlokum sér. Bokka er oft eignað aðalhlutverk verksins, m.a. vegna þess að það kemur í hans hlut að ávarpa áhorfendur að lokum og biðja þá velvirðingar á því sem miður hefur farið, en gera sér ljóst að þeir hafi verið á sameiginlegri ferð um heima draumanna. Handverksmennirnir fimm eru sameiginleg birtingarmynd þess að djúp er staðfest milli þeirra og aðalsfólksins sem þeir bera óttablandna virðingu fyrir. Þeir reyna að afla sér fjár og ef til vill virðingar með því að setja upp leikverk sem sýna á í brúðkaupi Þeseifs og Hippólítu. Lfpp- færslan verður hið mesta klúður og vekur hlátur áhorfenda, en eigi að síður er efniviður þess merkilegur. Hann fjallar um unga elskendur í Babýlon 1 http://en.wikipedia.org/wiki/Oberon_(Fairy_King) 2 http://en.wikipedia.org/wiki/Titania_(Fairy_Queen) á U8ay/oá — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.