Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 107
Yfirflugu hrafnar Óðins
svissneska árið 1981. Hein hefur einnig skrifað ljóð fyrir börn og reyndar mætti
margt annað til telja, en fyrst og fremst er hann ljóðskáld og ljóðaþýðandi og
nýjasta ljóðabók hans, Nachtkreis, kom út í fyrra hjá Wallstein forlaginu.
Hein er mikið ferðaskáld og hann „ljósmyndar“ alla staði sem hann heim-
sækir vel og vendilega, bæði með myndavél sinni, en einkum þó ljóðum sínum,
og er Island engin undantekning þar á. Nokkur „íslandsljóðá1 hans hafa birst
áður, en í Nachtkreis er einnig að finna eitt sem snertir norræna goðafræði og
einnig hefur hann sent mér eitt áður óbirt ljóð sem eys úr sama brunni. Mér
þótti því tilvalið að taka saman fyrir Jón á B&gisá þessi „Islandsljóð“ eftir þenn-
an Islandsvin og mikilvirka ljóðaþýðanda.
Kveðskapur Heins er módernískur og fremur myrkur, en um leið mjög
myndrænn og áþreifanlegur ef svo má að orði komast. Hann hefur verið
nefndur eitt mikilvægasta „hermetíska“ skáldið í þýskum bókmenntum og má
kannski segja að í ljóðum hans endurspeglist þversögn óhlutbundinnar og tor-
skilinnar orðlistar sem á, þegar nánar er að gáð, sér ævinlega rót að rekja til
hlutbundinnar og myndrænnar og oft myndhverfrar upplifunar og tjáningar.
Mig langar því, þrátt fyrir hættuna á að banalísera ljóðin, að fylgja þeim úr
hlaði, hverju fyrir sig, með nokkrum skýringarorðum. Bæði er þar um mínar
túlkanir að ræða og einnig hef ég ráðfært mig við skáldið um ýmis atriði. Loka-
ákvörðun er þó ævinlega mín.
Fyrsta ljóðið á sér rætur að rekja heimsóknar að Jökulsárlóni eins og gefið er
upp. Myndin er einföld, skáldið varpar steini sem stendur eins og segl úr hrauni
upp úr ísjaka sem flýtur áleiðis til sjávar, út í hið ómælda, til eilífðar eða dauða?
Ljóðmælandinn þráir að fara með jakanum alla þessa leið, en hvers vegna?
LEIKUR STEINKAST
Jökulsárlón, júlí 2001
Upp á ísjakann
steinkast tímaleikur
Hraunseglið svarta
Rekur frá jökli til hafs
Villt hvaðan í hvert
Flyttu mig yfir
Myrki boði ber mig út
I það ómælda
á.flSaycJá- Nei, yðar náð, ég kann lítið í ensku
105