Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 113
Tvö Ijóð
Örvænting Penelópu
Ekki svo að hún bæri ekki kennsl á hann í daufum eldsbjarmanum,
dulklæddan tötrum betlara. Nei. Auðkennin voru augljós:
ör á hnéskel, stæltur skrokkur, slægðarglampi.
Skelfd lét hún hallast að veggnum og reyndi að finna afsökun,
frest til að komast hjá að svara,
svo hún kæmi ekki upp um hugrenningar sínar. Var það íyrir hann
sem hún haíði sóað tuttugu árum í eftirvæntingu og drauma?
Var það fyrir þennan volaða aðkomumann,
blóði stokkinn, hvítskeggjaðan? Orðvana lét hún fallast í stól,
gaumgæfði myrta biðlana á gólfinu
einsog væri hún að horfa á eigin þrár, og sagði „velkominn“.
Rödd hennar hljómaði einsog úr fjarska, úr öðrum hálsi. Vefstóllinn í horninu
varpaði skugga á loftið einsog rimlabúr, fuglarnir sem hún hafði ofið
skærum rauðum þráðum innanum græn blöð
urðu alltíeinu gráir og svartir
og flugu lágt á flötum himni hennar hinstu þolraunar.
SigurðurA. Magnússon þýddi
Jannis Ritsos (1909-1990) var eitt áhrifamesta ljóðskáld Grikkja á liðinni öld.
Ljóð hans um þrengingar, þrek og óbugandi lífstrú grískrar alþýðu hafa til að bera
breidd og dýpt sem gerðu nafn hans þekkt um víða veröld, ekki síst fyrir atbeina
tónskáldsins Míkis Þeódórakis, sem samdi aragrúa tónverka við þau.
Ritsos átti margt sammerkt með Pablo Neruda. Hann tamdi sér breiðan
og orðmargan stíl, var róttækt baráttuskáld og því löngum umdeildur, enda var
gríska þjóðin klofin niðrí rót á árum borgarastyrjaldarinnar og kalda stríðsins.
Ritsos sat langtímum saman í fangabúðum, seinast á tímum herforingja-
stjórnarinnar 1967-74, en eftir fall hennar tók yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinn-
ar hann í fulla sátt. Afköst hans voru með hreinum ólíkindum. Eftir hann liggja
ríflega 40 langir ljóðaflokkar auk styttri ljóða einsog þeirra sem hér eru birt.
áJdœytiá- Nei, yðar náð, ég kann lítið í ensku
iii