Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 114
Anna T. Szabó
Hún yfirgefur mig
Hún svíkur mig, hún yfirgefur mig.
Hún þrýstir mér út úr sér og svo bara hverfur.
Hún vill ég nærist á sér og hún stingur af.
Hún ruggar mér og hún fer.
Skeinir mér, greiðir mér,
gælir við iljar mínar og fer burt.
Nef mitt þambar ilm hennar, mmm hvað hún faðmar mig:
„Eg fer aldrei,“ segir hún og fer samt.
Hún platar mig: brosandi hvíslar hún „vertu ekki hrædd!“
Eg er hrædd og mér er kalt, samt fer hún.
Hún leggst við hlið mér í rúminu á kvöldin
en er óðara horfin.
Ó, hún er svo stór, svo hlý, lifandi hreiður,
kyssir mig, syngur fyrir mig og fer.
Hún setur sætindi í opna lófa mína
„hérna lambið, fáðu þér“, segir hún og fer.
Ég græt og ýlfra og þrýsti henni að mér;
Þótt ég haldi henni, lemji hana, fer hún samt.
Lokar dyrunum, lítur ekki einu sinni til baka.
Er hún fer er ég sem ekki neitt.
Býð endurkomu hennar, máttvana hvolpur:
hún kemur og strýkur mér og svo fer hún.
Eg þarfnast hennar — lífið er ekkert án hennar —
hún tekur mig upp til að hlýja mér og yfirgefur mig.
Faðmur hennar lokast sem búr, kjalta hennar er hús.
Mig langar þangað aftur, en hún fer.
Því hefur mér skilist: Eg er ekki hún:
hún er ekki ég og hún fer.
112
d Jððayúá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009