Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 122
Jóanes Nielsen
Járnstiginn
Blátindur var gamall flutningabátur með trélúgu yfir lestinni, sem fest var
með fleygum. Uppi á brúnni voru miðunarstöð, Ijóskastari og ratsjá, þetta
alsjáandi auga úr járni og plasti. Brúin var fxill af dimmbrúnum ryðrönd-
um. Samskonar rendur kringum reykháfinn líktust helst trefli, vöfðum um
sjúkan háls.
Farmurinn í þessari ferð var sement. Við stöfluðum tuttugu og fimm
sekkjum á hvert bretti. Það sargaði og ískraði í togvírnum á spilinu. Það
eina, sem mennirnir í lestinni sáu, var smáflekkur af himinbláma og koll-
urinn á lúgumanninum þegar hann leit sem snöggvast ofan í lestina.
„Jæja, þá er kominn kaffitími,“ sagði Doffa og dustaði sementið úr
skyrtunni.
Oll þrjú gengin höfðu grafið sig niður í millirúm lestarinnar. Nú
unnu mennirnir sig í áttina að skipssíðunni. Innan skamms yrði hægt
að nota lestina sem dansgólf. Þegar þeir klifruðu upp járnstigann, líktust
þeir einna helst sex munkum á leið til himna eftir Jakobsstiganum, öllum
gráum af ferðinni gegnum heima dimmra skugga. En þeir höfðu ekki lát-
ið staðar numið við Gullna hliðið. O, nei, þannig var Doffa ekki. Það væri
enginn troðinn í svaðið í Færeyjum ef allur fjöldinn væri eins og hann.
Sjötta áratugnum, þegar himinninn glóði í augum sjómanna, eyddi
hann á sjónum. Eftir að hann kom í land vann hann fyrir sínu daglega
brauði á höfninni. Allur innflutningur Færeyja fór um hendur hans; mjöl,
timbur, brennivín, skurðgröfur. A allt þetta hafði hann sett sitt mark.
Þegar mennirnir komu aftur út úr kaffivagninum stóð útgerðarmaðurinn
á planinu fyrir utan og beið þeirra. Sígaretta glóði milli fingra hans. Smáar
augnabrúnirnar voru knýttar í tvo hnúta. Auk síns gamla skrokks átti hann
tvo nýja flutningabáta. Já, og tjargaða pakkhúsið við höfnina.
Hann festi sjónar á Doffa um leið og hann hrópaði yfir mannskap-
inn:
„Skipið á að vera sjóklárt klukkan fjögur.“ Ekkert svar.
120
á JJBceaósá - Ti'marit um þýðingar nr. 13 / 2009