Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 123
Jdrmtiginn
Útgerðarmaðurinn gekk nær og beindi sígarettinni að DofFa.
„Eg kann því illa, að fólk bendi á mig,“ sagði Doffa lágum rómi.
„Eg læt mér það í léttu rúmi liggja hvað þér finnst og hvað ekki,“ hvein
í útgerðarmanninum eins og lúðri og hann var blóðrauður í framan. „Hér
er það ég sem ræð.“
Það ríkti dauðaþögn við höfnina. Ekki hljóð frá trukkum, drátt-
arvögnum eða úr pakkhúsdyrum; alls staðar störðu spyrjandi augu út á
planið. Allir vissu, að eftir nokkra mánuði kæmi skipið sem leysa mundi
Blátind af hólmi, þessa happafleytu fulla af hetjusögum úr mannlífinu,
þennan fljótandi jurtagarð, milljónir af glitrandi krónum. Og nú?
Ja, nú höfðu þeir dvínað, geislar liðinna tíma og glatað sínum fyrri
ljóma. I staðinn voru komnir trukkar og lið traustra manna sem útgerð-
armaðurinn keypti á föstum launum.
Þetta var löngu ákveðið. Og nú stóðu þeir þarna, pakkhúsmennirnir í
sólskininu, daglaunamenn og horfðust í augu við atvinnuleysið; þeir, sem
árum saman höfðu verið merkisberar verkalýðsfélagsins, hin djarfa for-
ystusveit alþýðunnar í Höfn.
Allt þetta braust um í Doffa. En um leið fann hann magnleysið legg-
jast yfir sig, líkast blýþungri voð. Honum þótti aldurinn segja til sfn. Eitt
andartak fannst honum baráttuþrekið vera á þrotum. Og samt gekk hann
að útgerðarmanninum, hægum skrefum. Félagar hans komu í kjölfarið
eins og lítil líkfylgd.
Það sem eftir lifði dags unnu þeir þegjandi; fjórar hendur um hvern
sekk. Tuttugu og fimm sekkir á hvert bretti, í fullkominni ró. Þannig
höfðu þeir unnið öll þessi ár; eins og dansarar sem þekktu spor hver ann-
ars.
En þennan dag var dansinum spillt. Enginn Jakobsstigi lá niður í lest-
ina; aðeins stigi úr köldu járni.
Pjetur Hafitein Lárusson íslenskaði
JföceýfateZ'— AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 121