Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 125
Höfundar ogþýðendur
Lára Þórarinsdóttir (f. 1980, Helgi Hdlfdanarson bls. 5) er þýðandi hjá Þýðingamiðstöð
utanríkisráðuneytsins og MA í þýðingafræði.
Ólafur Bjarni Halldórsson (f. 1944, Draumur á Jónsmessunótt bls. 82) er meistaranemi í
þýðingafræði við Háskóla Islands.
Pound, Ezra (1885-1972, Heillaður bls. 100) var bandarískt ljóðskáld sem bjó löngum í
Frakklandi og á Italíu. Ljóðabók hans Söngvarnir frá Písa kom út í íslenskri þýðingu
Magnúsar Sigurðssonar 2007.
Pjetur Hafstein Lárusson (f. 1952, Jdrnstiginn bls. 120) er skáld og þýðandi í Hveragerði.
Bók hans um Stefán frá Möðrudal, Fjallakúnstner segir frd, kom út 2009 (1. útg. 1980).
Ritsos, Jannis (1909-1990, Tvö Ijóð bls. 110) var grískt ljóðskáld, áhrifamikið baráttuskáld
og umdeilt (sjá nánar á bls. 105).
Salka Guðmundsdóttir (í 1981, Nei, yðar náð, ég kann lítið í ensku bls. 43) er meistaranemi
í þýðingafræði við Háskóla Islands.
Sigurður A. Magnússon (f. 1928, Tvö Ijóð bls. 110) rithöfundur og þýðandi. Nýjustu bæk-
ur hans: Undir kalstjörnu (2009, 1. útg. 1979), Fótatak í jjarska (2008, bókmenntapistlar),
Sigurbjörn biskup (2008,1. útg. 1988) og Örlagavaldar 20stu aldar (2008).
Stefán Sigurkarlsson (f. 1930, Blekiðja í Breiðholtinu bls. 98) er lyfjafræðingur og skáld.
Smásagnasafn hans, Bréffrd Hólmanesi, er væntanlegt haustið 2009.
Sula, Mirela (f. 1975, Egsveik ekkiþorpið mitt bls. 114) er albanskt skáld og lektor í sálfræði
við háskólann í Tirana.
Sveinn Einarsson (í 1934, Um Helga Hdlfdanarson og leikritaþýðingar hans bls. 29, Þrjú
Ijóð bls. 102) er rithöfundur, leikstjóri, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri og áður leikliússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur.
S/.abo, Anna T. (f. 1972, Hún yfirgefitr mig bls. 112) er ungverskt ljóðskáld, þýðandi og rit-
höfundur.
Tratnik, Suzana (f. 1963, Þrjdr örsögur bls. 116) er slóvenskt ljóðskáld og þýðandi.
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir (f. 1954, Hún yfirgefur mig bls. 112, Ég sveik ekki þorpið mitt
bls. 114, Þrjár örsögur bls. 116) er sagnfræðingur og skáld. Nýjasta bók hennar er ljóðabókin
Lofinet klóra himin (2008).
á- jBayájá — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 123