Þjóðmál - 01.12.2009, Page 7
Þjóðmál vetur 2009 5
hangi kjötið . Ilmurinn af því er líka hluti af
bernsku minningunum,“ segir Karl .
Aldrei myrkur hjá mér
ÁÞorláksmessu eða að morgni að fangadags fór ég með pabba í heim sóknir með
jólaglaðning til gamals fólks,“ segir Karl . „Það
er mjög minnis stætt og var ómissandi hluti af
þessu andrúmslofti sem leiddi til jólanna . Við
heimsóttum til dæmis gamla blinda konu sem
var uppi undir rjáfri á Elliheimilinu Grund .
Þegar við komum inn í herbergið hennar var
kol niða myrkur . Pabbi sagði: Þú situr hérna ein
í myrkrinu . Þá sagði gamla konan: Það er aldrei
myrkur hjá mér . Þetta orkaði sterkt á mig .“
Á uppvaxtarárum Karls var faðir hans
prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands .
Hann hafði áður verið prestur á Skógarströnd
á Snæfellsnesi og í Hallgrímskirkju . Karl segir:
„Á aðfanga dagskvöld klukkan sex fórum
við til skiptis í messu í Hallgrímskirkju, Frí
kirkjuna eða Dómkirkjuna . Minnisstæð er
hátíðarstemningin í messunum og svo það að
ganga heim og upplifa kyrrðina sem var fallin
yfir bæinn .“
Karl var tólf ára þegar faðir hans tók við
biskupsembætti . „Þá tók hann upp á því
að messa um miðnætti í Dómkirkjunni, til
viðbótar við aftansönginn . Það hafði ekki
tíðkast . Þá kom annar þáttur inn í jólahaldið
sem var manni ákaflega dýrmætur og ég hefði
ekki viljað missa af . Jólahaldið í heild var eins
og hluti af hrynjandi lífsins .“
Hátíð fer í hönd
Að aftansöngnum loknum var sest til borðs heima með fjölskyldunni, afa
og ömmu sem bjuggu í kjallaranum og
móðursystur minni . Allir voru saman og alltaf
var rúsínugrautur með möndlu í,“ segir Karl
og minnist möndlugjafarinnar með ánægju .
„Þegar búið var að bera af borðinu var opnað
inn í stofu, sem hafði verið tryggilega lokuð frá
því á Þorláksmessukvöld . Mamma var búin að
Fjölskyldumynd frá árinu 1956 . Efri röð: Árni Bergur, Rannveig, Sigurbjörn, Magnea, Gíslrún og Þorkell .
Fremri röð: Einar, Karl, Björn og Gunnar .