Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 8
6 Þjóðmál vetur 2009 kveikja öll kertaljósin og kveikja á jólatrénu, sem var lítið gervitré sem stóð uppi á píanóinu . Þar í horninu voru jólapakkarnir . En ekki var hægt að opna þá fyrr en búið var að lesa jólaguðspjallið og syngja – einu sinni enn . Það var dálítið langur tími fyrir börnin .“ „Ekki má gleyma því að íslenskum jólum tilheyrir líka leikur,“ segir Karl, „leikur með gjafirnar og annars konar leikir . Heilagleikinn og leikurinn haldast í hendur . Aldrei var þó spilað á jólanótt, en það var gert dagana á eftir . Við bregðum á leik, ekki síst barnanna vegna . Á hátíðum erum við að endurlifa bernskuna og miðla sögunni og samhengi hlutanna til barnanna . Ég man eftir pabba leika jólasvein . Auðvitað vissum við strákarnir að þetta var pabbi, en samt þráttuðum við um að þetta væri ekki hann .“ „Jólagleðin kemur til okkar þegar stundin er komin . Mér hefur oft orðið hugsað til þeirrar töfrastundar þegar verður heilagt, þegar dyrunum er lokið upp og allt í einu er litla stofan eins og himnaríki . Svo fer í hönd þetta kvöld þar sem er gleði, mikil helgi og hátíð, og síðan nóttin – nóttin helga . Þessi hughrif eru mér ákaflega dýrmæt,“ segir Karl . Hann segist hafa áttað sig betur á þessu þegar hann var sautján ára skiptinemi vestur í Banda­ ríkjunum . „Jólin byrjuðu eiginlega aldrei og voru búin áður en maður vissi af . Þetta var auðvitað visst ævintýri og ómetanleg lífsreynsla, en ég saknaði mjög jólanna heima .“ Þéttsetin kirkja í Eyjum Að loknu guðfræðinámi tók Karl prests­vígslu, í byrjun febrúar 1973 . Hann varð prestur í Vestmannaeyjum, þar sem eldgos hafði hafist skömmu áður . Þangað flutti Karl ásamt konu sinni, Kristínu Guðjóns dóttur . „Um jólin 1973 var bærinn að miklu leyti á kafi í ösku og afskaplega svart yfir að líta . Það var ótrúlegt að lifa aðventu og jól við þær aðstæður . Maður fagnaði hverju ljósi í glugga svo innilega því að það var merki um líf, að fólk væri að snúa heim . Jólin þarna táknuðu upprisu úr þessum hremmingum . Það voru tvær messur á jólanótt og kirkjan þéttsetin . Skólabörnin höfðu æft helgileik og sýndu jólaguðspjallið með tilþrifum . Þarna skynjaði maður sterkt söknuðinn yfir því sem var misst, fjölskyldur höfðu tvístrast og fólk hafði lifað það að sjá byggðina sína fara undir hraun . Það hafði horfst í augu við lífsháska en var líka þakklátt fyrir að enginn týndi lífi .“ Þjóðarsátt um hátíðina Í desember 1974 sigraði Karl í prests kosn­ingum í Hallgrímssókn . Sú hefð skapaðist að prestarnir tveir í sókninni skiptust á um að messa í kirkjunni á aðfangadagskvöld . Sá sem ekki sá um aftansönginn var með guðs­ þjónustur á sjúkrastofnunum í sókninni á aðfangadag, það voru Hvítabandið, Heilsu­ verndarstöðin og Landspítalinn . Á Land­ spít al anum var messa klukkan fimm . Svo var farið inn á stofur til sjúklinga þar sem allir höfðu lagst á eitt að gera jólalegt . „Það var dýrmætt og gefandi að koma inn að sjúkrabeði sárþjáðrar manneskju sem segir veikum burðum: Gleðileg jól . Þetta var enn eitt dæmið um áhrifamátt hátíðarinnar . Allt samfélagið leggst á eitt, það er algjör þjóðarsátt um að þetta sé svona .“ Frá þessum árum segist Karl minnast svipaðrar upplifunar og þegar hann var barn . „Það var ógleymanlegt að ganga heim af spítalanum um auðar göturnar og finna að helgin er gengin í garð og leggst yfir allt samfélagið, ysinn hefur hljóðnað, það eru ljós í gluggum og hljómar frá útvarpsmessunni berast frá húsunum .“ Talið berst að gagnrýni á kaupmennsku í aðdraganda jólanna . „Ég hef lagt orð í þennan belg,“ segir Karl . „Hluti af því er hin rétt mæta gagnrýni á óhóf og viðvaranir um það að menn kaupi sér ekki jólagleði . Og svo er þessi krafa um fullkomin jól . Þau eru ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.