Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 8
6 Þjóðmál vetur 2009
kveikja öll kertaljósin og kveikja á jólatrénu,
sem var lítið gervitré sem stóð uppi á píanóinu .
Þar í horninu voru jólapakkarnir . En ekki
var hægt að opna þá fyrr en búið var að lesa
jólaguðspjallið og syngja – einu sinni enn . Það
var dálítið langur tími fyrir börnin .“
„Ekki má gleyma því að íslenskum jólum
tilheyrir líka leikur,“ segir Karl, „leikur með
gjafirnar og annars konar leikir . Heilagleikinn
og leikurinn haldast í hendur . Aldrei var þó
spilað á jólanótt, en það var gert dagana á eftir .
Við bregðum á leik, ekki síst barnanna vegna .
Á hátíðum erum við að endurlifa bernskuna
og miðla sögunni og samhengi hlutanna til
barnanna . Ég man eftir pabba leika jólasvein .
Auðvitað vissum við strákarnir að þetta var
pabbi, en samt þráttuðum við um að þetta
væri ekki hann .“
„Jólagleðin kemur til okkar þegar stundin er
komin . Mér hefur oft orðið hugsað til þeirrar
töfrastundar þegar verður heilagt, þegar
dyrunum er lokið upp og allt í einu er litla
stofan eins og himnaríki . Svo fer í hönd þetta
kvöld þar sem er gleði, mikil helgi og hátíð,
og síðan nóttin – nóttin helga . Þessi hughrif
eru mér ákaflega dýrmæt,“ segir Karl .
Hann segist hafa áttað sig betur á þessu þegar
hann var sautján ára skiptinemi vestur í Banda
ríkjunum . „Jólin byrjuðu eiginlega aldrei og
voru búin áður en maður vissi af . Þetta var
auðvitað visst ævintýri og ómetanleg lífsreynsla,
en ég saknaði mjög jólanna heima .“
Þéttsetin kirkja í Eyjum
Að loknu guðfræðinámi tók Karl prestsvígslu, í byrjun febrúar 1973 . Hann varð
prestur í Vestmannaeyjum, þar sem eldgos
hafði hafist skömmu áður . Þangað flutti Karl
ásamt konu sinni, Kristínu Guðjóns dóttur .
„Um jólin 1973 var bærinn að miklu leyti
á kafi í ösku og afskaplega svart yfir að líta .
Það var ótrúlegt að lifa aðventu og jól við
þær aðstæður . Maður fagnaði hverju ljósi í
glugga svo innilega því að það var merki um
líf, að fólk væri að snúa heim . Jólin þarna
táknuðu upprisu úr þessum hremmingum .
Það voru tvær messur á jólanótt og kirkjan
þéttsetin . Skólabörnin höfðu æft helgileik og
sýndu jólaguðspjallið með tilþrifum . Þarna
skynjaði maður sterkt söknuðinn yfir því
sem var misst, fjölskyldur höfðu tvístrast
og fólk hafði lifað það að sjá byggðina sína
fara undir hraun . Það hafði horfst í augu við
lífsháska en var líka þakklátt fyrir að enginn
týndi lífi .“
Þjóðarsátt um hátíðina
Í desember 1974 sigraði Karl í prests kosningum í Hallgrímssókn . Sú hefð skapaðist
að prestarnir tveir í sókninni skiptust á um
að messa í kirkjunni á aðfangadagskvöld . Sá
sem ekki sá um aftansönginn var með guðs
þjónustur á sjúkrastofnunum í sókninni á
aðfangadag, það voru Hvítabandið, Heilsu
verndarstöðin og Landspítalinn . Á Land
spít al anum var messa klukkan fimm . Svo
var farið inn á stofur til sjúklinga þar sem
allir höfðu lagst á eitt að gera jólalegt . „Það
var dýrmætt og gefandi að koma inn að
sjúkrabeði sárþjáðrar manneskju sem segir
veikum burðum: Gleðileg jól . Þetta var enn
eitt dæmið um áhrifamátt hátíðarinnar . Allt
samfélagið leggst á eitt, það er algjör þjóðarsátt
um að þetta sé svona .“
Frá þessum árum segist Karl minnast
svipaðrar upplifunar og þegar hann var
barn . „Það var ógleymanlegt að ganga heim
af spítalanum um auðar göturnar og finna
að helgin er gengin í garð og leggst yfir allt
samfélagið, ysinn hefur hljóðnað, það eru ljós
í gluggum og hljómar frá útvarpsmessunni
berast frá húsunum .“
Talið berst að gagnrýni á kaupmennsku
í aðdraganda jólanna . „Ég hef lagt orð í
þennan belg,“ segir Karl . „Hluti af því er hin
rétt mæta gagnrýni á óhóf og viðvaranir um
það að menn kaupi sér ekki jólagleði . Og svo
er þessi krafa um fullkomin jól . Þau eru ekki