Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 11
 Þjóðmál vetur 2009 9 Aðeins hefði verið gerður einn tvíhliða fríverslunarsamningur af Íslands hálfu og væri hann við Færeyjar frá árinu 2006 . Ísland hefði gert marga fríverslunarsamninga með EFTA­ríkjunum og EES­samningurinn væri hinn víðtækasti þeirra . Íslandi væri frjálst að gera slíka tvíhliða samninga en haft var eftir Einari Gunnarssyni, sem nú er orðinn ráðu­ neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, að stefnan hefði verið sú að ræða frekar um fríverslun í samvinnu við önnur EFTA­ríki . Með því væri meðal annars dregið úr marg földu álagi á íslensku stjórn sýsluna . Sendinefnd ir á samn­ ingafundum væru fjölmennar, oft 50–60 manns, og samningar gætu hlaupið á nokkur hundruð blaðsíðum . Hjá EFTA starfaði um tylft sérfræðinga í milliríkjasamningum auk þess sem EFTA­ríkin legðu öll til mannafla . Þá veitti þátttakan í EFTA Íslandi aðild að víðtæku neti fríverslunarsamninga . Aðeins Evrópusambandið gæti hugsanlega státað af viðameiri fríverslunarsamningum .3 Í nóvember 2009 sagði Morgunblaðið svo frá því, að fríverslunarviðræðurnar við Kín­ verja væru „komnar í salt“ . Engar viðræður hefðu verið síðan í mars 2009, fyrst vegna jarð skjálfta í Kína, síðan vegna kreppunnar og nú þar sem Ísland væri í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu .4 II . Hér er þessi saga rakin, vegna þess að hún sýnir, að ákvörðunin um að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu, hefur markað þáttaskil í utanríkisstefnu Íslands . Hið alvarlega við þessa ákvörðun er, að hún var tekin að óathuguðu máli . Þjóðinni var kynnt, að nauðsynlegt væri að stíga aðildarskref gagnvart Evrópusamband inu, til að kanna hvað Íslendingum „stæði til boða“ í Brussel . Litist þeim ekki á það, gætu þeir kvatt borgina og látið eins og ekkert hefði í skorist . 3 Mbl., 6 . apríl 2009 . 4 Mbl., 13 . nóvember 2009 . Miklu meira hangir á spýtunni, því að hvarvetna er ákvörðun sem þessi talin til marks um vilja stjórnvalda viðkomandi lands til að gerast aðili að Evrópusambandinu . Hér er rík is stjórnin klofin í málinu, eins og kunnugt er, þótt stjórnarflokkarnir hafi sameinast um þá meginstefnu að fara til aðildar­ eða réttara sagt aðlögunarviðræðna í Brussel . Auðvelt er að færa fyrir því rök, að samþykkt alþingis frá 16 . júlí 2009 um að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæða­ greiðsla um væntanlegan aðildarsamning hafi ekki verið kynnt á réttan hátt, haldi menn, að hún snerti aðeins samskipti Íslands og Evrópu sambandsins og hafi ekki áhrif á afstöðu annarra ríkja til Íslands . Kínversk stjórnvöld vísa til þessarar þings­ ályktunar og nota hana sem afsökun, þegar þeir draga í land í samningaviðræðum, sem yrði sjálfhætt, gerðist Ísland aðili að Evrópu­ sambandinu . Eins og áður sagði er aðild­ arríkjum Evrópusambandsins bannað að ræða mál af þessum toga á tvíhliða grundvelli við önnur ríki . III . Kröfur um, að Evrópusambandsríki haldi að sér höndum í öllum tvíhliða samskiptum, munu enn aukast með vísan til Lissabon­sáttmálans, þegar hann tekur gildi 1 . desember 2009 . Stjórnendur Evrópu­ sambandsins telja mestu skipta, að sáttmálinn eykur einsleitni ESB­ríkjanna út á við . Þau verði 500 milljón manna ríkjaheild og geti í krafti stærðar sinnar boðið Bandaríkjunum birginn . Hinn 19 . nóvember ákváðu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna yfir kvöldverði í Brussel, hver yrði fyrsti forseti sambandsins og varð Herman van Rompuy, forsætisráðherra Belga, fyrir valinu . Hann er lítt þekktur utan heimalands síns, en í Evrópumálum hefur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.