Þjóðmál - 01.12.2009, Page 16

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 16
14 Þjóðmál vetur 2009 Vantraustið og tortryggnin sem nú ríkir í samfélaginu á sér aðdraganda . Löngu fyrir hrun var búið að eitra opinbera umræðu . Lygi, baktjaldamakk og undirferli eru þáttur í stjórnmálum á hverjum tíma . Þegar ofgnótt lánsfjár, einkavæðing með tilheyrandi flutningi eigna frá hinu opinbera til einstaklinga og uppstokkun valdakerfa bætist við er komin skaðræðisstaða sem býður heim ófögnuði . Samfylkingin er stofnuð um það bil sem útrásin tekur að láta á sér kræla . Flokkurinn reynir fyrst fyrir sér 1999 með döprum árangri, nær ekki fylgi þeirra flokka sem lögðu sig niður fyrir vinstritilraunina . Fjórum árum síðar er öllu tjaldað til . Meirihlutasamstarfinu í Reykjavík er teflt í tvísýnu með að því að sitjandi borgarstjóri og oddviti Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sól rún Gísladóttir, verður sérstakt forsætis­ ráð herra efni Samfylkingarinnar . Þar með sveik Ingi björg Sólrún vopnabræður sína í höfuð borgardeild Framsóknarflokksins og Vinstri grænna og óháðra sem allir áttu hlut í Reykjavíkurlistanum . Borgarnes var vettvangur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu til að stimpla sig inn í landsmálin . Það gerði hún skammlaust með tveim eftir­ minnilegum ræðum, Borgarnesræðu fyrri og síðari . Í nýrri bók Óla Björns Kárasonar, Þeirra eigin orð, er tilvitnun af heimasíðu Ögmundar Jónassonar sem setur Borgarnes­ ræður Ingibjargar Sólrúnar í sam hengi: Það er merkilegt hvað forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar gerist glöggsýn þegar hún ríður um Borgarfjarðarhérað . . . Á flokksráðstefnunni í febrúar fann for­ sætisráðherraefnið þrjá einstaklinga sem núverandi forsætisráðherra, Davíð Odds­ son, og ríkisstjórn hans hefur leikið einstaklega grátt . Á þessum einstaklingum hefur forsprakkinn Davíð traðkað misk­ unnar laust og dregið þá á bólakaf niður í svaðið . Þetta eru þeir heiðursmennirnir Jón Ólafsson í Norðurljósum, Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Sigurður Einarsson í Kaupþingi . Alþýða þessa lands veit jú, rétt eins og forsætisráðherraefnið, að þarna eru á ferð einmuna hugsjónamenn sem einvörðungu hafa barist fyrir bættum kjörum almennings en aldrei hugsað um eigin hag . Páll Vilhjálmsson Hráefni um hrunið Í tilefni nýrrar bókar Óla Björns Kárasonar, Þeirra eigin orð – fleyg orð auðmanna, stjórnmálamanna, álitsgjafa og embættismanna í útrásinni .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.