Þjóðmál - 01.12.2009, Page 18
16 Þjóðmál vetur 2009
Upp úr aldamótum eignast Baugur nær alla einkareknu fréttafjölmiðla landsins
utan Morgunblaðið . Forkólfur Baugs, Jón
Ásgeir Jóhannesson, keypti til sín fólk sem átti
að tryggja velvild í stjórnkerfinu . Fyrrverandi
aðstoðarmaður Davíðs og formað ur
einkavæðingarnefndar, Hreinn Loftsson,
er fenginn í stjórn Baugs ásamt Guðfinnu
Bjarna dóttur, rektor Háskólans í Reykjavík
og verðandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins,
og Þor geiri Baldurssyni sem kenndur er við
prent smiðjuna Odda .
Þegar Davíð gagnrýndi yfirþyrmandi stöðu
Baugs reyndi Hreinn að bera á hann fé, 300
milljónir króna . Forsætisráðherra beit ekki á
agnið . Næsta skref var að virkja fjölmiðla veldi
Baugs gegn forsætisráðherra .
Baugur og Samfylkingin sameinuðust um
að gera grýlu úr Davíð Oddssyni . Í því skyni
var margfalt meira gert úr völdum formanns
Sjálfstæðisflokksins en efni stóðu til .
Hvorki Davíð, þingmenn Sjálfstæðis flokks
ins né aðrir höfðu fyrir því að setja hlutina
í rétt samhengi . Stjórnmálamenn tala ekki
niður eigin völd og áhrif . Þeir hneigjast til hins
gagnstæða og láta sér vel líka að andstæðingar
taki undir .
Baugur sogaði til sín hverskyns loddara
sem vildu gera sig gildandi í öruggu skjóli
öflugrar fyrirtækjasamsteypu . Einn þeirra var
Hallgrímur Helgason rithöfundur, sem er
eignuð bláa höndin:
Hvað eftir annað hefur okkur brugðið
í brún . Hinn eitt sinn frelsisboðandi
forsætisráðherra hefur ítrekað veist að
spútnikfyrirtækinu Baugi: Hótað að brjóta
það upp sem og brjálast yfir kaupum þess á
hlut í FBA . Við sem heima sitjum skiljum
ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins
snýst gegn bestu börnum þess . Við skiljum
ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu
sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins
. . . Við sem heima sitjum og skiljum ekki
andúð forsætisráðherra gagnvart bestu
viðskiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers
vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í
hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja
of lengi . Gamla góða góðærissólin geislar
nú engu frá sér öðru en ótta .
Hallgrímur Helgason rithöfundur í grein í Morg
un blaðinu 13. september 2002 undir fyrirsögn
inni: „Baugur og bláa höndin“.
Til að hamla gegn ofurvaldi Baugs miðla hafði Davíð forgöngu um fjöl miðla
frumvarp . Sam fylkingin var helsti bandamað
ur Baugs . Vorið 2004 er fjölmiðlafrumvarpið
sam þykkt á þingi en hafnað af forseta, Ólafi
Ragnari Grímssyni, sem neitaði að skrifa und ir
lögin og féllu þau dauð niður þar með . Nokkur
dæmi um hugarfarið í fjölmiðlaslagnum eru
tí unduð í bókinni:
Nú þurfa frjálshuga menn að taka höndum
saman og hleypa þessari ógnarstjórn frá .
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, í
Fréttablaðinu 25. apríl 2004, í tilefni af því að
unnið var að setningu laga um fjölmiðla.
Allt frá því að nokkrum aðilum með
Baug í broddi fylkingar tókst að bjarga
Norðurljósafjölmiðlunum frá falli hafa
stjórnarþingmenn með forsætisráðherra
í broddi fylkingar farið hamförum í
því að níða niður starfsfólk fjölmiðla
Norðurljósa . . . Allt hefur þetta borið glögg
merki þess að stjórnarherrarnir vildu koma
á ritskoðun og það er ástæða þess að við
rafiðnaðarsambandsmenn höfum tekið
svona afgerandi afstöðu gegn þessu .
Guðmundur Gunnarsson, formaður rafiðnaðar
sam bandsins, á fundi starfsmanna Norðurljósa
4. maí 2004, til að mótmæla frumvarpi til fjöl
miðlalaga.
Ég hef séð menn algjörlega fara hamförum,
líkja honum [Davíð Oddssyni] við Adolf
Hitler og gjörsamlega missa stjórn á sér .
Og maður horfir á þetta fólk, sem stundum