Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 20

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 20
18 Þjóðmál vetur 2009 vera í senn góður Íslendingur og glæsilegur fulltrúi þess besta sem gerist í veröldinni, að tækifæri Íslendinga í hinu nýja hagkerfi heimsi ns jafnast á við það besta sem gerist í öðrum löndum, að við getum svo sannarlega sameinað að vera í senn sjálfstæð þjóð og raunverul egir heimsborgarar í hugsun, við­ skiptum og framgöngu allri . Ólafur Ragnar Grímsson í ávarpi við opnun Kaupþings banka í Lúxemborg 18. apríl 2000. Bók Óla Björns dregur saman tilvitnanir um útrásarárin úr fjölmiðlum, bloggi með töldu, og raðar í 19 kafla . Pólitík, við­ skipti og fjölmiðlar þrinnast saman í þráð sem spannar árabilið 2003 til 2009 . Yngsta til­ vitn unin er frá seint í október í haust . Hér er dregið saman forvitnilegt hráefni um hrunið . Bókin er hvergi nærri tæmandi, eins og sam­ setjari tekur fram . Hér er um að ræða augna­ bliks myndir sem þó segja oft allnokkra sögu . Margir koma við sögu, sumir í hálf­skondnu samhengi . Magnús Þór Hafsteinsson, fyrr­ um þingmaður Frjálslynda flokksins, er með blogg færslu sem fór nokkuð víða en þar skrifar hann dýrt myndmál og heggur á báðar hendur . Magnús Þór sá að sér og baðst afsökunar . Reynir Traustason ritstjóri DV kemur reglu lega fyrir í bókinni og hann hefur ekki end ur skoðað afstöðu sína til Baugs . Reynir talar galvaskur á útifundi Norðurljósa 2004 til að mótmæla fjölmiðlalögum . Hann er aftur á ferðinni í bók Óla Björns fjórum árum síðar þegar blaðamaður tók upp samtal þar sem Reynir viðurkennir að sitja á frétt vegna hagsmuna Hreins Loftssonar, eiganda DV . Í útrásarblaðamennsku er Reynir á sér­ stökum bás . Hann skrifaði fréttina 1 . mars 2003 í Fréttablaðið sem skáldaði upp aðkomu Davíðs að húsrannsókn yfirvalda hjá Baugi en fréttin braut í blað í ofsóknarblaða mennsku á Íslandi . Útrásartímabilið er um auð og völd og menn sem kunnu með hvorugt að fara . Síðasta tilvitnunin er frá stjórnarformanni Baugs og er það við hæfi nú þegar útrásin er að baki og Baugur gjaldþrota: Í mínum huga er Baugur Group hf . eitt glæsilegasta afsprengi þess frelsis í viðs kipta­ lífi Íslendinga er leiddi af einkavæðing unni og inngöngunni í Evrópska efnahags svæð ið . Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group hf., í Viðskiptablaðinu 16. júní 2006 . Jón og Jón Ásgeir Gamla fólkið talaði um að það væri munur á að heita Jón og séra Jón . Við getum talað um að það sé munur á að heita Jón og Jón Ásgeir . Björgólfur Guðmundsson þurfti að setja per sónu­ leg veð fyrir öllum sínum lánum svo að hann er per­ sónulega gjaldþrota . Jón Ásgeir þurfti ekki að setja pers ónuleg veð fyrir sínum lánum og á þess vegna enn fyrir Diet Coke eins og hann orðar það . Baldur Guðlaugsson þarf að sæta kyrr setn ingu eigna sinna . En Jón Ásgeir sem skuldaði lang mest allra útrásarvíkinganna hefur enn ekki þurft að sæta kyrr setningu eigna sinna á Ís landi . Hvers vegna var ekki byrjað á sjálfum skulda kónginum? Fjölmiðlar (sérstaklega DV = Davíð Vondur) æpa og öskra þegar aðrir eyða færslum á netinu . En þegar Jón Ásgeir lét í dag eyða myndinni af Baugs veisl unni í Monaco út af Youtube sagði enginn neitt . Sem betur fer höfðu meira en fjörutíu þúsund manns getað horft á hvað Jón Ásgeir gerði við peningana sem hann tók að láni í íslensku bönkunum . Fyrri eigendur Árvakurs þurftu að sæta því að hluta­ fé þeirra fór niður í núll og þeir misstu Morgun blaðið . Jón Ásgeir gat flutt hlutafé sitt í 365­miðlum út úr Baugi með samþykki Landsbank ans . Hann stjórnar enn Fréttablaðinu, Stöð tvö og DV. Þegar Björgólfsfeðgar buðu greiðslur upp í helm­ ing af skuldum sínum gegn því að afgang urinn yrði af skrifaður varð allt vitlaust . Nú stendur til að Jón Ásgeir fái 50 milljarða króna afskrifað í Nýja Kaup­ þingi gegn því að leggja nokkra milljarða inn í 1998 hf . (Og hvaðan fær hann þessa milljarða?) Hver er skýringin á þessum mun á því að heita Jón og Jón Ásgeir? Er hún að menn óttast Jón Ásgeir vegna fjölmiðla hans og tengsla við ákveðna ráðamenn? Skafti Harðarson á bloggi sínu á Eyjunni .is, 19 . nóvember 2009 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.