Þjóðmál - 01.12.2009, Page 21

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 21
 Þjóðmál vetur 2009 19 Ínýútkominni bók, The Death of Conserva­tiv ism rekur höfundurinn, Sam Tanenhaus, ágrip af sögu Repúblikanaflokksins í Banda­ ríkj unum frá því fyrir miðja síðustu öld og til okkar daga og reynir um leið að greina stefnu flokksins . Þetta er stutt bók, aðeins 120 síður, svo höfundur stiklar á stóru í ferð sinni um sög­ una . Efnisatriðin sem hann tæpir á eru valin til að styðja kenningu og boðskap bókarinnar, sem er á þá leið að flokkur repúblikana sé í alvarlegri kreppu, hafi glatað trúverðugleika sínum sem íhaldsflokkur og eiginleg íhalds­ stefna í bandarískri pólitík sé liðin undir lok . Tanenhaus fylgir bandarískri málvenju og kallar hægri menn „conservatives“ sem oftast er þýtt með orðinu „íhaldsmenn“ og vinstri menn kallar hann „liberals“ eða „frjálslynda .“ Þessi orðanotkun er föst í máli manna vestan­ hafs þótt flestir geri sér grein fyrir að hægri menn, sem skipa sér í flokk repúblikana, séu mjög misjafnlega íhaldssamir og fjöldi vinstri manna í Demókrataflokknum sé ekkert sérlega frjálslyndur . Bæði orðin eru því tvíræð á þann hátt að þau geta annars vegar átt við fylgismenn stóru flokkanna og hins vegar þá sem hafa íhaldssamar eða frjálslyndar skoðanir hvar í flokki sem þeir standa . Rök Tanenhaus, fyrir því að íhaldsmenn í Bandaríkjunum séu búnir að vera, snúast að mestu leyti um að sýna fram á að þeir sem aðhyllast réttnefnda íhaldspólitík hafi orðið undir í eigin flokki: Íhaldið (þ .e . Repú blik­ ana flokkurinn) sé ekki lengur raunverulegt íhald . Höfundur bendir á ýmis atriði úr sögu síðustu ára sem styðja málflutning hans . Aftur á móti veikir það rökfærsluna að hann skýrir alls ekki nógu vel hvað það merkir að vera íhaldssamur . Það er þó hægt að átta sig nokkurn veginn á hvað hann er að fara, því hann kallar þá sanna íhaldsmenn sem eru arftakar þriggja enskra stjórnvitringa . Þessir þremenningar eru Edmund Burke (1729–1797), Benjamin Disraeli (1804–1881) og Michael Joseph Oakeshott (1901–1990) . Lesendur sem eru kunnugir sögu stjórnmálahugsunar á seinni öldum vita nokkurn veginn hvað þessir þre­ menn ingar standa fyrir og þar með hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að vera sannur íhalds maður að mati Tanenhaus . Sem andstæðu þessara sönnu íhalds manna, sem kváðu vera nær horfnir úr Repúblikana­ flokknum, stillir hann upp hægri mönnun sem hann kallar einu nafni „movement con­ servatives .“ Það sem þeir eiga sammerkt, sam kvæmt bókinni, er virðingarleysi fyrir ýms um rótgrónum samfélagstofnunum, ein­ streng ingsleg hugmyndafræði og öfgafull áform um að færa Bandaríkin, með brauki Atli Harðarson Hvað felst í því að vera hægrisinnaður?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.