Þjóðmál - 01.12.2009, Side 23

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 23
 Þjóðmál vetur 2009 21 Afdrifarík mistök kallar einu nafni „movement conservatives“ eru frjálshyggjumenn sem leggja aðaláherslu á e) og hægri sinnaðir kristnir bókstafstrúar­ menn sem horfa einkum á f ) til dæmis settir undir einn hatt . Slík flokkun er ansi gróf . Til að átta sig á sögu Repúblikanaflokksins undanfarna áratugi held ég að nauðsynlegt sé að skoða sérstaklega uppgang bókstafs­ trúar manna á síðasta fjórðungi 20 . aldar . Hann átti mjög verulegan þátt í því að öfl í flokki repúblikana tóku að mæla fyrir harðari andstöðu gegn ýmsu sem hefur öðlast fastan sess í samfélagsháttum nútímans heldur en samrýmst getur eiginlegri íhaldssemi . Ýmislegt bendir til að áhrif bók stafs trú­ armanna fari heldur minnkandi í banda ­ rísk um stjórnmálum og ætla má að þar með minnki áhrif þeirra sem helst ýttu eiginlegri íhalds semi til hliðar í Repúblikana flokkn­ um . Raunar bendir Tanenhaus sjálfur á það, á öftustu síð um bókarinnar, að meðal áhrifamanna í flokkn um megi enn finna hóf­ sama fulltrúa ær legrar íhaldssemi og pólitísks raunsæis og nefnir sem dæmi bæði Arnold Schwarzenegger ríkis stjóra í Kaliforníu og Charlie Crist ríkis stjóra í Flórída . Hann bendir líka á að tíðarand inn sé um margt hlið hollur íhaldssömum gild um . Þótt íhaldsmenn í anda Burke, Disraeli og Oakeshott, sem vilja fara gæti lega í breytingar á samfélaginu, eru hæfi lega efagjarnir á allan stórasannleik og minnug ir sinna mannlegu takmarkana, hafi ef til vill látið undan síga í bandaríska Repúblikana­ flokknum hin síðustu ár, eru rökin fyrir skoðunum þeirra jafn góð og áður og þörfin fyrir forystu þeirra söm og fyrr . Eins og Tanenhaus viðurkennir raunar í bókarlok er skilningur á þessum rökum og þessari þörf útbreiddur hjá vel menntuðu ungu fólki . Þótt The Death of Conservativism sé að ýmsu leyti vel hugsuð og þörf hugvekja held ég að hún einfaldi veruleikann um of og að höfundur fullyrði heldur meira en hann getur staðið við þegar hann segir að íhaldið sé liðið undir lok . Ífyrrahaust mun JP Morgan hafa ráðið ríkis­stjórn inni að skilja útlán gömlu bankana til íslenskra fyrirtækja eftir í þrotabúum þeirra en færa aðeins inn lánin yfir í nýja starfhæfa banka . Því miður var ekki farið að þessum ráðum . Útlánin voru færð yfir í nýju bankana þar sem fulltrúar stjórn málaflokkanna sitja gráir fyrir járnum með sínar meiningar . Ef útlán til fyrirtækja væru í þrotabúum gömlu bank anna væri ekki verið að ræða örlög skuld anna og skuld aranna í pólitískum bankaráðum, blogg­ síðum, Silfri Egils og Speglinum með tilheyr andi skít kasti og sleggjudómum heldur í Íslands deildum Deutsche Bank og annarra erlendra fjármálafyrir­ tækja sem lögðu til hráefnið í íslensku eignabóluna og eiga þessar kröfur á íslensku fyrirtækin . Í öllu talinu um flónsku íslenskra bankamanna mætti stundum geta þess að þeir voru ekki einir á báti . Það gleymist nefnilega jafnan að stór hluti fjár­ mun anna sem notaðir voru til að sprengja upp verð á hluta bréfum og fasteignum á Íslandi kom úr virtum er lend um fjármálafyrirtækjum en stærstu seðla bankar heimsins höfðu um árabil boðið þeim fjár magn að vild á mjög lágum vöxtum . Þau eiga auð vitað sjálf að greiða úr þeim vandræðum sem fylgja þessum lánum í yfirskuldsettum fyrirtækjum hér á landi . Íslenskir pólitíkusar eiga ekkert erindi í það verkefni . Annar galli á því að færa útlánin yfir í nýju bank ana er sá að íslenska ríkið þurfti að semja um verð á þeim við erlendu kröfuhafana . Og menn geta rétt ímyndað sér hver samningsstaðan er þegar menn eru búnir að ræna einhverju og vilja að því búnu fá að semja um verð á ránsfengnum . Þessar skuldir einkafyrirtækja við gjaldþrota bank ana koma íslenska ríkinu og íslenskum skatt greið endum ekki við . Ekki frekar en skuldir bank anna við fjármagnseigendur í Bretlandi og Hollandi . Vef-ÞjóðViljinn, 24 . nóvember 2009 . Þjóðmál vetur 2009 21

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.