Þjóðmál - 01.12.2009, Page 25

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 25
 Þjóðmál vetur 2009 23 veröld álfa og trölla . Hún lifir sig inn í skáldskap forfeðranna og lærir utan bókar ljóð afa síns . Áhrifavaldurinn í þessu sumar­ lífi Freyju er Birdie, móðursystir hennar, dularfull og töfrandi listakona, sem enn býr í föðurhúsum . Birdie er hrífandi persónuleiki – við fyrstu kynni . Hún heillar alla með leiftrandi gáfum, frásagnarsnilli, hugmyndaríki og líkamlegu atgervi . Hún er fegurðardís og veit af því; nýtir sér það . Hún hefur átt marga vonbiðla, hafnað öllum og býr enn hjá Siggu mömmu . Er listakona, vakir um nætur, skrifar óð til lífsins og elskar allt sem íslenskt er . Við höfum þó ekki verið lengi innan dyra í þessu húsi ömmu, þegar við skynjum veikleika Birdie . Hún er ýmist hátt uppi eða langt niðri – og þá er hún jafn andstyggileg, kaldhæðin og miskunnarlaus og hún var dásamleg áður . Birdie er að sumu leyti snillingur, en samt svo sjúk, að hún er ófær um að sjá um sig sjálf . Mamma hennar er sú eina, sem kann að tala hana til . Höfundur bókarinnar nálgast þessa konu af miklum skilningi, samúð og nærfærni . Hún gæðir hana holdi og blóði . Hún ilmar af lífi og lit langt út fyrir síður bókarinnar, hvort sem hún er í maníu eða þunglyndi . Það þarf kjark og kunnáttu til að geta fjallað svo opinskátt um geð hvarfa sýki (bipolar disorder) . Íslendingadagurinn í Gimli er hápunktur sumarsins . Þá eru bakaðar pönnukökur og vínartertur, fjallkonan klæðist skautbúningi og Skáldsagan Freyjuginning eftir bandaríska Vestur­Íslendinginn, Christinu Sunley, kom út á ensku fyrr á þessu ári og hefur fengið frábærar viðtökur vestanhafs, sbr . eftirfarandi brot úr blaðadómum: „Sumar skáldsögur, til viðbótar við allt annað sem þær búa yfir, eru einfaldlega frábær félagsskapur: fyrsta skáldsaga Christinu Sunley er slík saga /…/ Sunley hefur skapað persónur sem við fylgjumst með af forvitni og væntumþykju /…/ stórhuga verk uppfullt af safaríkum atburðum“ . The San Francisco Chronicle „Þessi mikla uppvaxtarsaga státar af kraftmiklum persónum og digrum sjóði munnmæla /…/ sem gerir þessa myrku, köldu fjölskyldusögu undarlega hrífandi og tilþrifamikla .“ Publishers Weekly „Freyjuginning er svo trúverðug og sannfærandi að maður stendur á öndinni .“ Lögberg­Heimskringla

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.