Þjóðmál - 01.12.2009, Side 31

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 31
 Þjóðmál vetur 2009 29 sem samfélagið snúist um . Sjálfhverfni er oftast hlægileg og það á ekki sízt við, þegar fjölmiðlar eiga í hlut . Afbrýðisemi fjölmiðla kemur líka fram í því, að hafi einn fjölmiðill tekið mál sterkt upp þarf töluvert til að koma til þess að annar fylgi í kjölfarið . Ef þeir komast ekki hjá því heiðurs síns vegna að segja frá máli, sem annar fjölmiðill hefur átt frumkvæði að, gera þeir það meira og minna með hangandi hendi . Ein af ástæðunum fyrir því, að aðrir fjölmiðlar fylgdu Morgunblaðinu lítt eftir í fréttaflutningi af álitsgerðum erlendu greiningardeildanna 2005 og 2006, var vafalaust sú, að Morgunblaðið tók málið upp af miklum krafti strax í upphafi og hélt því áfram af engu minni krafti . Aðrir fjölmiðlar vildu ekki fá á sig þá mynd, að þeir væru að elta Morgunblaðið . Með þessum orðum er ég ekki að gefa í skyn, að sjálfhverfni okkar á Morgunblaðinu hafi verið minni . Að auki er það svo, að fjöl­ miðla stéttin á Íslandi, eins og víða annars staðar, hefur mun meiri áhuga á persónum en málefnum . Umfjöllun um þjóðmál á vettvangi fjölmiðla snýst meira um fólk en málefnin, sem um er að ræða . Hér eiga markaðsdeildir fjöl­ miðl anna hlut að máli . Þeirra boðskapur er sá, að fólk hafi ekki áhuga á málefnum . Auð vitað hefur fólk áhuga á öðru fólki, en umfjöllun fjölmiðla um fólk er of mikið farin að snúast um einskis verða persónulega hluti og of lítið um það, sem skiptir meginmáli í lífi þjóðar . Allt eru þetta innbyggðir veikleikar í fjölmiðlakerfi okkar Íslendinga . Þáttur í endur­ sköpun íslenzks samfélags í kjölfar banka­ hrunsins er auðvitað að fjalla um og taka á þessum vandamálum fjölmiðla . Grundvallar­ atriði í þeirri endursköpun er að sjálfsögðu löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum . Mikið óþurftarverk var unnið sumarið 2004, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stöðvaði löggjöfina, sem Alþingi hafði sett . Brot úr kaflanum „Hlutur fjölmiðla“ í UmsátrinU, fyrstu bók höfundar, sem kom út hjá bókaútgáfunni Veröld síðla í nóvember sl . H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Svartbók kommúnismans Hannes Hólmsteinn Gissurarson þýddi Kommúnisminn var einn afdrifaríkasti þátturinn í sögu tuttugustu aldar. Eftir fall hans í Mið- og Austur- Evrópu varð aðgangur að upplýsingum greiðari, ekki síst í skjalasöfnum, sem áður voru lokuð. Það hafa höfundar þessarar bókar nýtt sér, og áætla þeir, að kommúnisminn hafi kostað hátt í 100 milljónir manna lífið (líklega 20-25 milljónir í Ráðstjórnarríkjunum og ef til vill um 65 milljónir í Kína). Honum hafi hvar- vetna fylgt fjöldamorð, hungursneyðir, nauðungar- flutningar stétta og þjóðflokka, sýndarréttarhöld, aftökur og þrælkunarvinna. Svartbók kommúnismans hefur komið út á öllum heimstungum, víða verið á metsölulistum og leitt til fjörugra umræðna. Hún var kveikjan að ályktun Evrópuráðsins í janúar 2006, þar sem afbrot kommúnistastjórna um allan heim voru fordæmd. 840 bls. Project1:Layout 1 11/24/09 9:44 AM Page 1

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.