Þjóðmál - 01.12.2009, Page 37

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 37
 Þjóðmál vetur 2009 35 um 64,6 milljarða án skattahækkana . Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins þannig að mögulegt verði að ná fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana og án þess að það komi verulega niður á vel­ ferðar­, heilbrigðis­ eða menntakerfinu . Sem formaður SUS er ég ákaflega stoltur af þeirri skýrslu sem stjórnin sendi frá sér . Um leið og fjárlögin voru kynnt tók sérstakur fjár lagahópur innan SUS til starfa og hóf undir búning að þeirri skýrslu sem nú liggur fyrir . Það þarf enginn að segja ungum sjálf­ stæðis mönnum að ekki sé hægt að auka niðurskurð á sama tíma og enn er verið að byggja tónlistarhús, fjölga ríkisstarfsmönnum og ríkisstofnunum . Aukinn niðurskurður er alltaf betri en skattahækkanir enda hafa heim­ ili og fyrirtæki ekki svigrúm til aukinna skatt­ greiðslna . Raunsæi haft að leiðarljósi A ð sjálfsögðu eru tillögur SUS róttækar, enda láta ungir sjálfstæðismenn ekki þekkja sig á öðru . Þrátt fyrir róttækar hug­ myndir eru þær framkvæmanlegar og sem fyrr segir er hægt að skera töluvert niður án þess að það bitni verulega á velferðar­, heil­ brigðis­ og menntamálum . Nú skal auðvitað ekki loku fyrir það skotið að á þessum þremur sviðum megi hagræða enn frekar án þess að það bitni á þeim sem þjónustunnar njóta . SUS mun innan tíðar kynna frekari tilögur að hagræðingu í fyrrgreindum málaflokkum . Ef valin eru dæmi af handahófi þar sem raunsæi ber langanir til niðurskurðar ofurliði í tillögum SUS má nefna embætti forseta Íslands, niðurgreiðslur vegna landbúnaðar­ fram leiðslu og greiðslur til Þjóðkirkjunnar . Ungir sjálf stæðis menn hafa margoft lagt það til að embætti forseta Íslands verði lagt niður en ljóst er að það gerist ekki fyrir næsta ár . Því er „aðeins“ lögð fram hagræðingarkrafa líkt og á öðrum liðum . Hvað varðar sauðfjár­, mjólkur­ og græn­ metisframleiðslu telur SUS að stefna beri að því að afnema ríkisstyrki til slíkrar framleiðslu með öllu, enda á hið opinbera ekki að styrkja neina atvinnugrein umfram aðra . Þó verður ekki horft framhjá því að bændur starfa í dag eftir kerfi sem ríkið hefur skapað þeim og því kerfi verður ekki velt úr sessi á einni nóttu – þó hiklaust eigi að stefna að því hið fyrsta . Því er farið hægar fram í niðurskurðartillögur gagnvart bændum en ætla hefði mátt frá SUS . Þegar loks er litið til þjóðkirkjunnar þá er ljóst að mikið uppgjör þarf að fara fram áður en ríki og kirkja verða aðskilin . Það mun ekki gerast fyrir næsta ár en að sjálfsögðu ber að stefna að því . Óþarfa stofnanir leynast víða En þá að eftirtektarverðum niður skurðar­tillögum . Sem dæmi má nefna að SUS telur að hið opinbera eigi að láta af öll­ um styrkjum til Þjóðleikhússins, Sinfóníu­ hljóm sveitarinnar, Íslenska dansflokksins og annarra skyldra málaflokka . Burtséð frá því hvort leggja bera þessar stofnanir niður eða ekki er rétt að þær lifi ekki á herðum skatt­ greiðenda, í það minnsta mætti breyta þeim í sjálfseignarstofnanir þar sem tekjur þurfa að duga fyrir rekstri . Að baki þessari skoðun liggur einföld ástæða, einstaklingurinn á að velja sér menningarafþreyingu sjálfur og án afskipta hins opinbera . Hið opinbera hefur engar forsendur til að meta, eða mismuna, einum menningarhópi umfram annan líkt og nú er gert . Eins leggur SUS til 30% hagræðingar kröfu á rekstur sendiráða og að Varnarmála stofn un, Hafrannsóknastofnun, Neytendastofa, Um­ ferð arráð og Lýðheilsustöð verði allar lagð ar niður . Engin ástæða er til að ríkið reki fyrr­ nefndar stofnanir enda einkaaðilar fullfærir um það . Sem dæmi má nefna að neytendur þurfa ekki ríkisstofnun til að athuga fyrir sig verðmerkingar í verslunum (neytendastofu), það þarf ekki ríkisstofnun til að leggja ein­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.